Saga þjóðfræðinnar við HÍ

Alþingi ályktaði árið 1930 að athuga skyldi hvort koma ætti upp þjóðfræðiskor við Háskóla Íslands. Ekkert kom út úr þeirri vinnu. Árið 1972 hófst kennsla í nokkrum námsskeiðum í þjóðfræði innan heimspekideildar. Í ársbyrjun 1985 varð þjóðfræðin gerð að aukagrein innan félagsvísindadeildar. Frá 1990 hefur verið hægt að taka þjóðfræði sem aðalgrein til BA prófs. Fjórtán ár liðu þar til hægt var að útskrifast með þjóðfræði til 90 eininga frá Háskóla Íslands. Árið 2004 útskrifaðist líka fyrstu þjóðfræðingarnir úr mastersnámi frá Háskóla Íslands.

Flökkusaga ein segir frá því er Bente Gullveig Alver sótti hér á landi Norræna Ethnolog- och folkloristk þingið í ágúst 1986. Brynjulf hafði sterka nálgun og mikinn persónusjarma. Í kvöldverðarhófi í lok þingsins ákváðu íslenskir fræðimenn að best væri að láta Brynjulf sitja við hlið Sverris Hermannssonar þáverandi menntamálaráðherra. Var Brynjulf fengið það verkefni að fá Sverri til að stofna þjóðfræðiskor við Háskóla Íslands. Hann tók sig til og lagði snörur sínar fyrir Sverri við matarborðið. Að lokum á Sverrir að hafa sagt: „ef þú hættir að tala um þjóðfræði skal ég athuga málið“. Hann á síðan að hafa hnippt í Jón Hnefil Aðalsteinsson á leið út og sagt við hann „líttu við á mánudaginn“. Þannig mun þjóðfræðiskor við Háskóla Íslands hafa orðið til.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *