Skráning í Viðburði

Skráning í vísindaferðir og annað á vegum Þjóðbrókar fer fram hérna að neðan.
Vinsamlegast lesið reglurnar áður en skráning fer fram:

Reglur!
1. Fram verður að koma eftirfarandi: Fullt nafn og hvort þú sért í Þjóðbrók.
2. Aðeins er hægt að skrá einn einstakling í einu.
3. Skráning er aðeins tekin gild ef hún fer fram á tilteknum tíma, ekki mínútu fyrr.
4. Nemendur sem eru meðlimir í Þjóðbrók þegar skráning fer fram eru í forgangi í vísindaferðir.
5. Frítt er fyrir meðlimi Þjóðbrókar, 1000 kr fyrir aðra.
6. Ef einstaklingur skráir sig í vísindaferð en mætir ekki fer sá hinn sami á svarta listann og má ekki mæta í næstu vísindaferð á eftir.
7. Ef þú af einhverjum ástæðum kemst ekki í vísindaferð sem þú hefur skráð þig í verður þú að láta vita með því að senda okkur tölvupóst á stjornthjodbrok@gmail.com eða á Facebook síðu Þjóðbrókar , fyrir kl 12:00 þann dag sem vísindaferðin er.
8. Ef skráning stenst ekki þessi skilyrði er hún ekki tekin gild.

______________________________________________________________

Föstudagurinn 13. mars kl 16:00

Vísó í Frímúrararegluna á Íslandi!

Núna á föstudaginn fáum við að kíkja í vísó hjá Frímúrarareglunni.
Við fáum fræðslu um áhugavert starf þeirra og veitingar verða í boði. Þó verður ekki boðið upp á áfenga drykki.

   Vísindaferðin er frá klukkan 16:00 til 18:00.
Mæting er í Bríetartún 3-5, Reykjavík.

Frítt fyrir meðlimi Þjóðbrókar, 1.000 kr fyrir aðra 🙂

kt: ‪451089-1619‬
rkn: ‪0137-26-017956

Skráning er opin til kl. 14 á föstudaginn!

Hlökkum til að sjá ykkur <3

3 thoughts on “Skráning í Viðburði

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *