Ferðin okkar alveg að skella á

Jæja krakkar!
Nú styttist í brottför í ferðina okkar góðu. Okkur lýst vel á hópinn og vonum að þið séuð jafn spennt fyrir þessari fróðlegu fjörferð og við.

Við ætlum að hafa hashtag í ferðinni og eendilega þrusið eins mikið af myndum og þið viljið á það. Þær nýtast t.d. á Þorrablótinu. Hashtagið er: hólmabrók15

Hér fyrir neðan dagskráin:

Föstudagur 2. október

Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 18:00 frá malar bílastæðinu við aðalbyggingu Háskóli Íslands, mæting korter fyrir.
19:00 Stoppað verður í Borgarnesi til að borða en er það ekki innifalið í skráningargjaldi.
22:00 Komið á Kirkjuból (þar sem við gistum) þá munum við koma okkur fyrir.
Sauðfjársetur, Álagablettasýning, leikir, spjall og gaman!

Laugardagur 3. október

10 – 11 vakna, boðið verður upp á morgunmat.
Lagt af stað til Hólmavíkur á bílunum 11:30 og farið á Galdrasýningu á Ströndum.
Keyrt inn í Steingrímsfjörð þar sem við leggjum svo bílunum og göngum að Þjóðbrók með leiðsögn og borðum nesti (tekur sirka 2 klst).
Kotbýli Kuklarans og Gvendarlaug skoðuð.
Farið í heitu pottana á Drangsnesi niðri við sjóinn.
19:30 Pizza hlaðborð á Café Riis.
Einleikurinn Draugasaga á Sauðfjársetrinu.
Djamm, stuð og annað gaman!

Sunnudagur 4. október

11:00 Vakna
Boðið upp á súpu á Sauðfjársetrinu.
Lagt af stað til Reykjavíkur og komið við á Eiríksstöðum æskuheimili Leifs Eiríkssonar.

Mikilvægt að taka með:
Hlý föt fyrir gönguferð
Nesti
Eigin drykki fyrir djammþyrsta
Sundföt + handklæði
Vasaljós fyrir þá sem vilja
Góða skapið!

Hlökkum til helgarinnar!

Ekki gleyma að skrá þig í Haustferð Þjóðbrókar!

Í ár ætlum við að bregða örlítið út af vananum og fara í haustferð til Hólmavíkur 2. – 4. oktober. Á Hólmavík og nágrenni er ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt að sjá fyrir áhugasamar Þjóðbrækur og erum við stjórnin alveg svakalega spennt fyrir þessu! Skemmtanastýran okkar, Dagrún Ósk Jónsdóttir, er búin að sjóða saman frábæra dagskrá fyrir okkur í heimabæ sínum og mælum við með að allir skrái sig í dag!

Skráningu lýkur nk. föstudag 25. september á miðnætti, en þá þurfum við að vera komin með staðfesta tölu fyrir bíla, gistingu og annað.

Dagskránna fá ferðalangar senda í pósti næstu helgi, en meðal annars ætlum við að skoða hið kyngimagnaða Galdrasafn, Sauðfjársetrið fræga, fræðast um álagabletti, drekka vín, fara í pottana á Drangsnesi, kíkja í heimsókn á Eiríksstaði, fara á einleikinn „Draugasaga“, skoða Kotbýli Kuklarans og ýmislegt ýmislegt fleira! Ekki láta ykkur vanta, þetta verður fróðlegt fjör!

SKRÁIÐ YKKUR Í FERÐINA HÉR

Nýtt skólaár!

Kæru þjóðbrækur,

Nú er stjórnin ykkar að vinna hörðum höndum að því að skipuleggja fjörstundir vetrarins! Hluti af komandi viðburðum eru komnir inn á haustdagskránna okkar sem er að finna hér. Þessi  dagskrá verður uppfærð í hvert sinn sem eitthvað nýtt kemur inn eða eitthvað breytist svo fylgist endilega vel með henni. Einnig verðum við mjög dugleg að nota facebook like síðuna okkar svo við mælum með að allir fylgist vel með henni 🙂

Ykkar vefstýra,

Dagný Davíðsdóttir

Takk fyrir veturinn

Elsku Þjóðbrækur!

Nú er skólaárið búið og líka starfsár Þjóðbrókar. Þá er ekki seinna vænna að líta yfir farin veg og sjá hvað við vorum að gera í vetur.

Veturinn hóft á nýnemakvöldi sem var haldið á Celtic Cross. Þar var Katrín Laufey kjörin nýnemafulltrúi og Dagný og Björk voru kjörnar í Þorrablótsnefnd, en auk þeirra voru Karen og Guðlaug í nefndinni.

Við lögðum svo land undir fót og héldum norður í Skagafjörð 27. – 28. september. Þar fórum við í Laufskálarétt, Glaumbæ og brugghúsið Gæðing.

Félag Þjóðfræðinga bauð okkur svo í þjóðfræðilega hjólaferð um borgina.

Í október var ætlunin að fara í Gróttu, en því miður var ónóg skráning í þá ferð. Í staðinn var vel heppnað pizzapartý haldið heima hjá Þórunni gjaldkera.

Félga Þjóðfræðina og Þjóðbrók fóru í spennandi fjölskylduhellaferð í lok október.

Þjóðbrók hélt stórskemmtilegt hrekkavökupartý með nemendafélögunum Homo, Norm, Kurl og Mentor.

Í jólaprófunum hittust Þjóðbrækur í Odda og gæddu sér á kaffi, kakó, kökum og mandarínum.

Við héldum svokallað húsquiz á vorönn þar sem Þórdís skemmtanastýra bauð heim til sín í skemmtilegan spurningaleik með glæsilegum vinningum.

Glæsilega Þorrablót Þjóðbrókar og Félags Þjóðfræðinga var haldið 6. febrúar. Þorrablótsnefnd stóð sig gríðarlega vel í skipulagningu blótsins og blótið fór einstaklega vel fram.

Þórunn gjaldkeri bauð aftur heim og í þetta skipti var vel sótt spilakvöld haldið hjá henni.

Auk þess voru tvær þjóðfræðigufur á vorönninni.

Yfir veturinn var líka farið í vísindaferðir til Framsóknarflokksins, Vinstrihreyfinguna grænt framboð, Pírata, Nova, GoMobile, Árbæjarsafnið, Ölgerðina, SmáraTívolí og Spurningabombuna

8. maí var aðalfundur Þjóðbrókar haldinn á Háskólatogi. Þar var farið yfir liðinn vetur auk þess sem kosið var í stjón næsta árs. Kostningarnar fór svo:

Formaður: Gunnar Óli Dagmagmararson

Gjaldkeri: Kristín Lilja Linnet

Ritari: Birna Sigurðardóttir

Skemmtanastýra: Dagrún Ósk Jónsdóttir

Vefstýra og ljósmyndari: Dagný Davíðsdóttir

Námsbrautarfulltrúi BA nema: María Hödd Lindudóttir

Námsbrautarfulltrúi MA nema: Áslaug Heiður Cassata

Ritstjórn Slæðings: Alice Bower

Við í fráfarandi stjórn viljum þakka ykkur kærlega fyrir góðan og skemmtilegan vetur og óska nýju stjórinni góðs gengis.

Takk fyrir okkur

-Eyrún Þóra, Þórunn Lilja, Ríkey, Þórdís Vala, Aníta Björk og Katrín Laufey

Aðalfundur Þjóðbrókar

Þann 8. maí næstkomandi verður aðalfundur Þjóðbrókar haldinn klukkan 16:30 í Háskóla Íslands. Þar verður farið yfir síðasta starfsár Þjóðbrókar auk þess sem kosið verður í stjórn Þjóðbrókar fyrir næsta starfsár.

Hægt verður að koma með tillögur til lagabreytinga á lögum Þjóðbrókar á stjornthjodbrok@gmail.com fyrir miðnætti 4. maí, næstkomandi. Framboð til stjórnar Þjóðbrókar vera einnig að berast fyrir sama tíma á stjornthjodbrok@gmail.com.

Þær stöður sem hægt er að bjóða sig fram í eru: Formaður, ritari, gjaldkeri, skemmtanastýra/stjóri, vefstýra/stjóri og ljósmyndari auk þess sem kosnir verð námsbrautafulltrúar BA og MA nema á fundinum.

Eftir fundin mun svo lokahóf Þjóðbrókar fara fram þar sem próflokum verður fagnað.

Nánari upplýsingar má finna hér.

-Stjórnin

Pizzapartý

Vegna ófullnægjandi þátttöku í gróttuferðina höfum við því miður blásið ferðina af, en örvæntið ekki því Þjóðbrók býður í staðinn í pizzapartý heima hjá Þórunni gjaldkera og verður hin landsfræga bolla auðvitað í boði þar. Þeir sem eru ekki í Þjóðbrók verða að borga 500 kr. Stefnan er svo að kíkja niðrí bæ saman og nýta okkur afslættina sem við njótum þar. Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.facebook.com/events/1476399012642242/?source=1


Hlökkum til að sjá ykkur!

Kveðja stjórnin


P.s við gætum átt von á leynigesti.

Grótta!

Nú er komið að því! Gróttuferðin verður þann 17. október 2014. Mæting verður klukkan 18:30 við Gróttu, en við munum ganga öll saman yfir í Gróttu. Vinsamlegast verið vel skóuð og klæðið ykkur eftir veðri. Það hefur verið hefð fyrir því að haldið sé svokallað Pálínuboð í Gróttu, þar sem allir koma með eitthvað matarkyns og deila með hinum í kvöldmat. Þjóðbrók býður upp á morgunmat og hina landsfrægu Þjóðbrókarbollu. Þjóðbrók mælir þó með að fólk komi með eigin guðaveigar líka. Eftir skemmtilega nótt er stefnt á heimferð klukkan 10 morguninn eftir.

Skráning í herlegheitin hefst á mánudaginn stundvíslega klukkan 12:00! Allir velkomnir en nýnemar ganga fyrir. Verð er 1500 kr. fyrir Þjóðbrækur en 2000 kr. fyrir aðra.

Laufskálaréttir

Þjóðbrók kynnir með stolti Laufskálaréttarferðina 27. september – 28. september!!
Skráning í Laufskálarétt hefst stundvíslega kl. 12 á morgun, fimmtudag. Það eru 20 sæti í boði og fyrstur kemur, fyrstur fær! Það sem þið þurfuð að gera er:

– senda nafn og kennitölu á stjornthjodbrok@gmail.com
– Þið fáið sent til baka reikningsupplýsingar og leggið inn á þann reikning staðfestingargjaldið sem er 5000 kr. Það verður að greiða það fyrir þriðjudaginn 23. september kl 12. Staðfestingargjald gengur uppí heildarkostnað og er óafturkræft.
– Þegar þið eruð búin að borga staðfestingargjaldið þá eruð þið með öruggt sæti í Laufskálarétt!

Heildarkostnaður verður á bilinu 12 til 17 þúsund fyrir Þjóðbrækur en 15 til 20 þúsund fyrir aðra, fast verð kemur von bráðar. Staðfestingargjaldið fer auðvitað upp í ferðarkostnaðinn ykkar og hægt er að borga restina af ferðinni eftir mánaðarmótin sept/okt.

Það sem innifalið er í verðinu er:
– Rúta
– Gisting
– Aðgangur að sundlaug
– Kvöldmatur + Morgunmatur
– Skoðunarferð í Glaumbæ og fleiri spennandi staði í Skagafirðinum
– Þjóðbrók mun einnig bjóða upp á öl, en öruggast er að koma einnig með sitt eigið.

Þetta er ferð sem engin þjóðbrók ætti að missa af!!!

Ást og friður og allt það
Stjórn Þjóðbrók

Takk fyrir okkur!

Kæru Þjóðbrækur

Okkur í fráfarandi stjórn Þjóðbrókar langar að þakka fyrir samstarfið í vetur. Við skemmtum okkur konunglega og vonum að þið hafið gert það líka.

Við hófum árið á frábæru nýnemakvöldi með miklu stuði og stemningu, sama kvöld komu nemendur frá Edinborgar Háskólanum í Skotlandi til landsinns og tóku þá við margir viðburðir í tenglsum við gesti okkar. Hver viðburðurinn rak svo annan og reyndum við að bjóða uppá eitthvað í hverri viku, við fórum í fjölmargar vísindaferðir, meðal annars í Aríon banka, Vífilfell, Nova og Árbæjarsafnið svo eitthvað sé nefnt. 10 þjóðfræðinemendur fóru til Edinborgar og var það mjög lærdómsríkt.

Þorrablótið sem er okkar stærðsti viðburður fór fram úr okkar björtustu vonum og skemmtu allir sér konunglega. Í fyrsta skipti héldum við þorrablótið með Félagi Þjóðfræðina og er það fyrirkomulag sem við vonum að geti haldist áfram.

Við kvöddum síðan veturinn með prófloka fögnuði þar sem dansað og drukkið fram eftir öllu valdi.

Fráfarandi stjórn Þjóðbrókar þakkar fyrir sig og býður nýrri og glæsilegri stjórn velkomna til starfa!

Bestu kveðjur,

Anna, Andreas, Ársól, Erna og Gígja.

Vísó í Vífilfell

Kæru brækur!

Nú er komið að vísindaferðinni í Vífilfell! Í fyrra komust færri að en vildu, við erum með 15 sæti. Skráning hefst á morgun, miðvikudag kl 12. Við hvetjum alla sem ætla að skrá sig að gera það sem fyrst. Nánri upplýsingar um ferðinni verða birtar á morgun um leið og skráning hefst.

-Móðurborðið