Spennandi tímar framundan!

Ég leit útum gluggann í gærkvöldi og sá hvernig rigningin barðist við rúðuna. Þá var fyrsta hugsunin sem skaust í gegnum huga mér „það er að koma haust”. Það þýðir bara eitt! Skólinn fer að byrja aftur og Þjóðbrók er að fara á fulla ferð! Við erum með svo ótrúlega margt spennandi planað í vetur! Haustferð, Gróttuferð, Halloween og margt margt fleira! Auk þess sem við höfum bókað ógrynni af spennandi vísindaferðum! Dagskrá haustsins kemur á allra næstu dögum, be prepared!

Við bjóðum nýnema sérstaklega velkomna þetta skólaárið sem og gamlar brækur! Við gerðum Facebookgrúbbu fyrir nýnemana, því það er svo ótrúlega gott og gaman að geta fundið stuðning frá öðrum samnemendum! Þið finnið hana hér. Eins erum við mjög duglegar við að nota Facebook like síðu Þjóðbrókar, hana finnið þið hér.

Að lokum viljum við þakka fráfarandi stjórn fyrir  síðastliðin vetur, sem var æðislegur og við ætlum ekkert að gefa þeim eftir! Vonum að þið séuð jafn peppuð fyrir þessu og við!

Stjórn Þjóðbrókar skólaárið 2016:

Ingunn Ýr Angantýrsdóttir, formaður

Linda Kristbjörg Jónsdóttir, gjaldkeri

Alice Bower, ritari

Agnes Jónsdóttir, skemmtanastýra

Sandra Björg Ernudóttir, ljósmyndari & vefstýra