2016! Vei!

Komiði sælar og blessaðar brækur!

Nú er vormisserið komið á fullt skrið og allir með nefið ofan í bókum sínum. Við ætlum að gera allt sem við getum til að gera misserið skemmtilegt fyrir okkar fólk og er nú þegar hellings stuð búið að eiga sér stað!

Við byrjuðum árið á því að heimsækja Sameinuðu Þjóðirnar 15. janúar, sem var fróðlegt fjör. Ýmislegt sem við vissum ekki um þessi stóru samtök vitum við nú! Eftir það skunduðum við á BAR11 og sátum á sumbli. 22. janúar heimsóttum við svo Árbæjarsafnið þar sem Sigurlaugur ráðsmaður tók á móti okkur með skemmtilegum sögum á meðan við gengum um svæðið og fengum að skoða þrjú hús. Eftir það var pöntuð Dominos pizza, drukkinn Sólbert og spiluð nokkur spil heima hjá okkar ástkæra formanni. Síðasta föstudag mánaðarins, 29. janúar, heimsóttum við RÚV þar sem við fengum túr um stúdíó, búningageymslu og fleira, ásamt því að háma í okkur meiri Dominos og fara á Útsvar! Mikið fjör!!!

Næstkomandi fössara, 4. febrúar, ætlum við að halda smá teiti hjá Kristínu okkar ca$h, og rölta svo saman á Vetrarhátíðina í Reykjavík, mögulega fá okkur einn kaldann á röltinu! Hvetjum alla til að koma með okkur, mikið af spennandi viðburðum í gangi, dagskrá má kynna sér hér og hér er svo okkar viðburður á fésinu, meldið ykkur á hann kiddós, og fáið tilkynningar!

Í næstu viku er svo stærsti viðburður ársins!!! Það er komið að Þorrablóti Þjóðbrókar og Félags Þjóðfræðinga á Íslandi. Já þið heyrðuð rétt kæru brækur, þetta er stundin þar sem nemendur, kennarar, gamlar brækur og makar koma saman í fínu pússi, drekka mjöð, borða góðan mat, hlýða á skemmtiatriði, syngja, dansa vikivaka, dansa við Nicki Minaj og ég veit ekki hvað og hvað. Mennig eða ómenning, það gerist þetta kvöld. Þennan viðburð viltu ekki láta framhjá þér fara, en einungis 90 sæti eru laus svo um að gera að drífa sig að kaupa miða. Mikilvægt er að skrá sig á facebook viðburðinn okkar, svo að þið fáið tilkynningar og sjáið spurningar sem aðrir gestir kunna að hafa. Miðasalan er hafin! Nánari upplýsingar eru að finna á þessum tengli hér að ofan.

Það er ýmislegt í gangi þetta misserið og við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með facebook síðunni okkar sem og þessari síðu. Sniðugt að setja hana í bookmarks! Við ætlum að finna eitthvað stuð fyrir lok febrúar en verið svo tilbúin í Mars, þá verður sko gaman.. Meira um það síðar.

Svo má fólk vera duglegra að mæta svo starfið gangi betur!!! Fjörið er líka í ykkar höndum 🙂

Þangað til næst – xoxo

PS: Uppáhalds dagur vefstýru yðar á íslensku almanaki, Bolludagurinn, er alveg að renna upp! Því er upplagt að leyfa smá fróðleik um bollur fljóta með ásamt mynd af einni vel girnilegri. Vonandi njóta aðrar bollubrækur hans jafn vel og vefstýrubollan ætlar sér!

bolla

PS2: Eruði að sjá þessa bollu? Namm.

Framundan í OKTÓBER!

Sælar brækur!

Við viljum þakka kærlega öllum sem komu í þessa dásamlegu haustferð sem við fórum í saman 🙂 Ferðin gekk svo sannarlega vonum framar hjá okkur öllum og er hópurinn enn nánari eftir þessa daga saman. Það hefði auðvitað verið gaman að hafa fleiri brækur meðferðis en þetta var samt mjög passlegt alltsaman. Þið hin verðið bara dugleg að mæta á það sem er framundan….

….talandi um það sem er framundan! Október er stútfullur af fjöri fyrir okkar fólk. Eins og áður sagði er haustferðin búin, og helgina eftir var farið í heimsókn til Framsóknarflokksins sem var ekki alveg eins vel heppnuð, (enda formaður þeirra ekki vinsælasti gaur á landinu í dag), en 4 ferskar brækur mættu þó, vel gert þið! Hinir hafa líklegast verið að safna orku fyrir morgundeginum en þá erum við að fara í Power-Vísó!

15. október: Vísindaferð til tölvuleikjaframleiðandanna CCP frá 15-17 og önnur vísindaferð til stærsta skemmtistaðar í heimi, NOVA, 18.30-20.30! Hvað verður eiginlega gaman á morgun? Mjög. Það verður mjög gaman.

23. október: Við ætlum í aðra ferð góðir hálsar! Í þetta skiptið örlítið krúttlegri 🙂 Það er hefð hjá Þjóðfræðideildinni að skella sér í næturgistingu í Gróttu, í fyrra skráðu sig of fáir í þessa hefð svo haldið var pizzu-partý í staðinn. Við vonum innilega að það verði góð mæting í ár því enginn í stjórninni hefur farið! Mjök peppaðr! Okkar eina sanna Kristín Einars ætlar með og hyggst hræða okkur með draugsögum, ómæ. Það verður pálínuboð um kvöldið, sem virkar þannig að allir koma með einn rétt eða e-ð í hlaðborð. Við munum kynna þetta alltsaman seinna og þessvegna henda í einn sjóðheitan event á facebook til að geta gefið ykkur upplýsingarnar beint í æð. Takið kvöldið/nóttina frá y’all, þetta verður frá ca 20.00 um kvöldið til 11.00 daginn eftir.

30. október: Haldið í hestana ykkar! Það er komið að hrekkjavöku-fögnuði ársins sem er eins og í fyrra í samstarfi við önnur nemendafélög. Norm, Mentor, Tinktúra, Hnallþóra, Kuml, Homo og Mímir eru á fullu að skipuleggja þennan viðburð með okkur og stefnir í risastórt teiti! Því er um að gera að dusta rykið af saumavélunum, gömlum dimmison búningum, já eða bara skella sér í Partý-búðina eða Hókus-Pókus og festa kaup á einu kvikyndi! Fullt af hugmyndum á Pinterst og á BuzzFeed til dæmis. Um að gera að vera nörd og finna eitthvað extra þjóðfræðilegt til að klæðast þennan dag, sem getur svosum verið allt…. 😉 Meldið ykkur á eventið sem er búið að gera, ýtið hér!

Við sofum bara á sunnudögum og lærum á virkum kvöldum þennan mánuðinn, það er þess virði að mæta á viðburðina því þeir eru SVO skemmtilegir, og við svo skemmtileg….. Maður man allavega síður eftir kvöldunum sem maður sat heima með netflix 😉

Sjáumst!

PS: Eru ekki allir að fylgjast með okkur á instagram?

mynd

PS2: Það er hægt að láta drauma sína rætast á HallóVín og vera hvað sem er. Til dæmis má vera hnossið hans Gollris, hringurinn eini!

Ferðin okkar alveg að skella á

Jæja krakkar!
Nú styttist í brottför í ferðina okkar góðu. Okkur lýst vel á hópinn og vonum að þið séuð jafn spennt fyrir þessari fróðlegu fjörferð og við.

Við ætlum að hafa hashtag í ferðinni og eendilega þrusið eins mikið af myndum og þið viljið á það. Þær nýtast t.d. á Þorrablótinu. Hashtagið er: hólmabrók15

Hér fyrir neðan dagskráin:

Föstudagur 2. október

Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 18:00 frá malar bílastæðinu við aðalbyggingu Háskóli Íslands, mæting korter fyrir.
19:00 Stoppað verður í Borgarnesi til að borða en er það ekki innifalið í skráningargjaldi.
22:00 Komið á Kirkjuból (þar sem við gistum) þá munum við koma okkur fyrir.
Sauðfjársetur, Álagablettasýning, leikir, spjall og gaman!

Laugardagur 3. október

10 – 11 vakna, boðið verður upp á morgunmat.
Lagt af stað til Hólmavíkur á bílunum 11:30 og farið á Galdrasýningu á Ströndum.
Keyrt inn í Steingrímsfjörð þar sem við leggjum svo bílunum og göngum að Þjóðbrók með leiðsögn og borðum nesti (tekur sirka 2 klst).
Kotbýli Kuklarans og Gvendarlaug skoðuð.
Farið í heitu pottana á Drangsnesi niðri við sjóinn.
19:30 Pizza hlaðborð á Café Riis.
Einleikurinn Draugasaga á Sauðfjársetrinu.
Djamm, stuð og annað gaman!

Sunnudagur 4. október

11:00 Vakna
Boðið upp á súpu á Sauðfjársetrinu.
Lagt af stað til Reykjavíkur og komið við á Eiríksstöðum æskuheimili Leifs Eiríkssonar.

Mikilvægt að taka með:
Hlý föt fyrir gönguferð
Nesti
Eigin drykki fyrir djammþyrsta
Sundföt + handklæði
Vasaljós fyrir þá sem vilja
Góða skapið!

Hlökkum til helgarinnar!

Ekki gleyma að skrá þig í Haustferð Þjóðbrókar!

Í ár ætlum við að bregða örlítið út af vananum og fara í haustferð til Hólmavíkur 2. – 4. oktober. Á Hólmavík og nágrenni er ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt að sjá fyrir áhugasamar Þjóðbrækur og erum við stjórnin alveg svakalega spennt fyrir þessu! Skemmtanastýran okkar, Dagrún Ósk Jónsdóttir, er búin að sjóða saman frábæra dagskrá fyrir okkur í heimabæ sínum og mælum við með að allir skrái sig í dag!

Skráningu lýkur nk. föstudag 25. september á miðnætti, en þá þurfum við að vera komin með staðfesta tölu fyrir bíla, gistingu og annað.

Dagskránna fá ferðalangar senda í pósti næstu helgi, en meðal annars ætlum við að skoða hið kyngimagnaða Galdrasafn, Sauðfjársetrið fræga, fræðast um álagabletti, drekka vín, fara í pottana á Drangsnesi, kíkja í heimsókn á Eiríksstaði, fara á einleikinn „Draugasaga“, skoða Kotbýli Kuklarans og ýmislegt ýmislegt fleira! Ekki láta ykkur vanta, þetta verður fróðlegt fjör!

SKRÁIÐ YKKUR Í FERÐINA HÉR

Nýtt skólaár!

Kæru þjóðbrækur,

Nú er stjórnin ykkar að vinna hörðum höndum að því að skipuleggja fjörstundir vetrarins! Hluti af komandi viðburðum eru komnir inn á haustdagskránna okkar sem er að finna hér. Þessi  dagskrá verður uppfærð í hvert sinn sem eitthvað nýtt kemur inn eða eitthvað breytist svo fylgist endilega vel með henni. Einnig verðum við mjög dugleg að nota facebook like síðuna okkar svo við mælum með að allir fylgist vel með henni 🙂

Ykkar vefstýra,

Dagný Davíðsdóttir