Haust 2017

Sem formaður ákvað ég að setja inn það helsta sem gerðist seinustu önn. Þessi færsla hefur verið á dagskránni hjá mér í allan janúar og þar sem janúar er víst að enda ákvað ég að skella í hana loksins!

Skólaárið byrjaði frekar vel eftir að við fengum í lið með okkur þrjá nýnema frá nýnemakvöldi Þjóðbrókar sem voru heldur betur til í tuskið. Ég var sjálf ekki á landinu þegar nýnemakvöld Menormobrók (mentor, norm, homo, þjóðbrók) var en kvöldið okkar Þjóðbrókar var algjör snilld þar sem gamlar og nýjar Þjóðbrækur fengu að kynnast aðeins.

Helgina eftir var októberfest þar sem Þjóðbrók var með flesta meðlimi skráða í svokalla Minileika þar sem meðal annars var keppt í beer pong og flip-a-cup. Því miður unnum við ekki en samt sem áður skemmtilegar sögur sem spruttu upp í kjölfarið. Helginni var síðan eytt hlustandi á góða tónlist og dansað með gömlum sem nýjum Þjóðbrækum.

Í ár ákváðum við líka að höfða meira til fjölskyldufólks og stefndum á bingó í Vinabæ, það gekk svo æðislega vel að yours truly vann 1500 kr :DDDDD Einnig höfðum við samband við stelpu sem sér um kakóserómóníur og Elsa kennari kom með, þetta var gert í staðinn fyrir hina frægu Gróttuferð sem átti að vera en allt var uppbókað. Sem betur fer fengum við að fara núna í janúar og gekk það framar öllum vonum.

Árlega fjarnemakvöldið var á sínum stað en um daginn hafði Þjóðbrók hitt á nokkra fjarnema og kynnt starfið og farið í nokkra leiki. Kvöldið var síðan í samstarfi við Félag þjóðfræðinga á Íslandi og fljótandi veigar í boði. FÞÍ sá líka um að skipuleggja eftirpartý þegar Þjóðarspegilinn var og bauð okkur Þjóðbrækum að vera með. Þá var förinn heitið á Skúli craft bar og gleði fram á nótt.

Haustferðin var að þessu sinni í Dalabyggð en við gistum í Laugum í Sælingsdal, fórum í göngu upp á álfakirkju, kíktum á dýragarð á svæðinu sem húsar einstök og skemmtileg dýr, gengum í fótspor Eiríks rauða og Hallgerðar Langbrókar á Eiríksstöðum, spiluðum, borðuðum og böðuðum okkur í Guðrúnarlaug og fórum í umtalað andaglas sem ég… mæli ekki með.. heh.

En menormobrók hélt ekki bara nýnemakvöld saman heldur líka Halló-vín og fékk politica að vera memm í þetta skiptið. Verðlaun voru veitt fyrir fyndasta, hræðilegasta og frumlegasta búninginn og einnig fyrir fyrsta sætið í pub-quiz. Pizzurnar komu frekar seint vegna misskilnings en hey betra seint en aldrei og hey FRÍAR PIZZUR, er hægt að kvarta yfir því? Sem betur fer var ekkert vesen og var dansað og drukkið fram að nótt.

Vísindaferðirnar voru að sjálfsögðu til staðar líka en þessa önn fórum við í Borgarleikhúsið, NOVA, Samfylkinguna, RÚV og að lokum í hið æðislega Árbæjarsafn að upplifa alvöru kvöldvökustemningu.

Þessi önn var frábær og miðað við byrjunina á þessarri önn þá held ég að hún verði ennþá betri, so far erum við búin að fara í Gróttu og halda æðislegt spila/singstarkvöld, fá tvo nýja Þjóðbrókarmeðlimi og núna á föstudaginn er förinni heitið í Ægisgarð í vísó hjá Coca-Cola á Íslandi – sjáumst þar!

-Ragnhildur Sara

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *