Something ends, something begins

Nú um miðjan maí líður að lokum á þessu skólaári í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þetta skólaár hefur verið ansi viðburðaríkt og því við hæfi að fara stuttlega yfir það. Á aðalfundi Þjóðbrókar sem haldinn var þann 11. maí síðastliðinn, var heldur dræm mæting. Fámennt, en góðmennt. Agnes var fundarstjóri, Alice fundarritari, Ingunn Ýr fráfarandi formaður flutti skýrslu síðastliðins skólaárs og Linda Kristbjörg fráfarandi gjaldkeri fór einnig yfir fjármál skólaársins.

Ingunn Ýr snerti á helstu viðburðum ársins, nýnemadeginum, nýnemakvöldinu, vísindaferð í Ölgerðina, haustferð til hólmavíkur, Gróttu, Þorrablót, og sjósund sem varð til þess að stofnaður varð þjóðfræðisjósundshópur! Hún rifjaði upp ýmislegt skemmtilegt í ræðu sinni sem tengdist þessum viðburðum, en einungis þeir snillingar sem mættu á fundinn fengu að njóta þeirrar gleði sem sú upprifjun vakti. Umræða um hlutverk námsbrautarfulltrúa fóru af stað varðandi kynningu á náminu, en það hlutverk hefur á síðasta ári færst töluvert inn í stjórn í stað námsbrautarfulltrúa. Einnig stakk Ingunn upp á því að auka samstarf á milli ritstjórnar Slæðings og stjórnar Þjóðbrókar til að endurvekja ritið.

Eftir skýrslur stúlknanna var farið í lagabreytingatillögur og barst tillaga um að hafa einn námsbrautarfulltrúa fyrir MA nema, og hlutverk námsbrautarfulltrúa fyrir BA nema yrði hlutverk innan stjórnar Þjóðbrókar. Það var samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, og verður því látið á það fyrirkomulag reyna á komandi skólaári.

Þar næst var ákveðið árgjald í félagið og það helst 5000 kr, en breyting verður á kostnaði fyrir ó-brækur og munu þær þurfa að borga 1000 kr í stað 500 kr til að koma með í vísindaferðir, ef viðkomandi er ekki félagsmaður.

Svo voru kosningar, en vegna dræmrar mætingar á aðalfund náðist ekki að kjósa í allar stöður. Öll framboð voru samþykkt samhljóða.

Formaður – engin framboð
Gjaldkeri – engin framboð
Ritari – engin framboð
Skemmtanastýra: Hjördís Björk Hjartardóttir
Vefstýra/Ljósmyndari: Ragnhildur Sara Arnarsdóttir

Námsbrautarfulltrúi MA nema: Dagrún Ósk Jónsdóttir
Ritstjórn Slæðings: Agnes Jónsdóttir

Samkvæmt lögum þjóðbrókar verða mál um ómannaðar stöður tekin upp á nýnemakvöldi í haust. Námsbrautarfulltrúi BA nema verður kosinn innbyrðis á fyrsta fundi fullskipaðrar stjórnar.

Við í fráfarandi stjórn, Ingunn Ýr, Alice, Linda Kristbjörg, Sandra Björg, Agnes og Atli Karl, erum hjartanlega þakklát fyrir þá vináttu og gleði sem starfsárið okkar 2016-2017 hefur gefið okkur, og við hlökkum til þess að sjá og taka þátt í félagslífi komandi árs!

Þjóðbrók lengi lifi! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *