2016! Vei!

Komiði sælar og blessaðar brækur!

Nú er vormisserið komið á fullt skrið og allir með nefið ofan í bókum sínum. Við ætlum að gera allt sem við getum til að gera misserið skemmtilegt fyrir okkar fólk og er nú þegar hellings stuð búið að eiga sér stað!

Við byrjuðum árið á því að heimsækja Sameinuðu Þjóðirnar 15. janúar, sem var fróðlegt fjör. Ýmislegt sem við vissum ekki um þessi stóru samtök vitum við nú! Eftir það skunduðum við á BAR11 og sátum á sumbli. 22. janúar heimsóttum við svo Árbæjarsafnið þar sem Sigurlaugur ráðsmaður tók á móti okkur með skemmtilegum sögum á meðan við gengum um svæðið og fengum að skoða þrjú hús. Eftir það var pöntuð Dominos pizza, drukkinn Sólbert og spiluð nokkur spil heima hjá okkar ástkæra formanni. Síðasta föstudag mánaðarins, 29. janúar, heimsóttum við RÚV þar sem við fengum túr um stúdíó, búningageymslu og fleira, ásamt því að háma í okkur meiri Dominos og fara á Útsvar! Mikið fjör!!!

Næstkomandi fössara, 4. febrúar, ætlum við að halda smá teiti hjá Kristínu okkar ca$h, og rölta svo saman á Vetrarhátíðina í Reykjavík, mögulega fá okkur einn kaldann á röltinu! Hvetjum alla til að koma með okkur, mikið af spennandi viðburðum í gangi, dagskrá má kynna sér hér og hér er svo okkar viðburður á fésinu, meldið ykkur á hann kiddós, og fáið tilkynningar!

Í næstu viku er svo stærsti viðburður ársins!!! Það er komið að Þorrablóti Þjóðbrókar og Félags Þjóðfræðinga á Íslandi. Já þið heyrðuð rétt kæru brækur, þetta er stundin þar sem nemendur, kennarar, gamlar brækur og makar koma saman í fínu pússi, drekka mjöð, borða góðan mat, hlýða á skemmtiatriði, syngja, dansa vikivaka, dansa við Nicki Minaj og ég veit ekki hvað og hvað. Mennig eða ómenning, það gerist þetta kvöld. Þennan viðburð viltu ekki láta framhjá þér fara, en einungis 90 sæti eru laus svo um að gera að drífa sig að kaupa miða. Mikilvægt er að skrá sig á facebook viðburðinn okkar, svo að þið fáið tilkynningar og sjáið spurningar sem aðrir gestir kunna að hafa. Miðasalan er hafin! Nánari upplýsingar eru að finna á þessum tengli hér að ofan.

Það er ýmislegt í gangi þetta misserið og við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með facebook síðunni okkar sem og þessari síðu. Sniðugt að setja hana í bookmarks! Við ætlum að finna eitthvað stuð fyrir lok febrúar en verið svo tilbúin í Mars, þá verður sko gaman.. Meira um það síðar.

Svo má fólk vera duglegra að mæta svo starfið gangi betur!!! Fjörið er líka í ykkar höndum 🙂

Þangað til næst – xoxo

PS: Uppáhalds dagur vefstýru yðar á íslensku almanaki, Bolludagurinn, er alveg að renna upp! Því er upplagt að leyfa smá fróðleik um bollur fljóta með ásamt mynd af einni vel girnilegri. Vonandi njóta aðrar bollubrækur hans jafn vel og vefstýrubollan ætlar sér!

bolla

PS2: Eruði að sjá þessa bollu? Namm.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *