Framundan í OKTÓBER!

Sælar brækur!

Við viljum þakka kærlega öllum sem komu í þessa dásamlegu haustferð sem við fórum í saman 🙂 Ferðin gekk svo sannarlega vonum framar hjá okkur öllum og er hópurinn enn nánari eftir þessa daga saman. Það hefði auðvitað verið gaman að hafa fleiri brækur meðferðis en þetta var samt mjög passlegt alltsaman. Þið hin verðið bara dugleg að mæta á það sem er framundan….

….talandi um það sem er framundan! Október er stútfullur af fjöri fyrir okkar fólk. Eins og áður sagði er haustferðin búin, og helgina eftir var farið í heimsókn til Framsóknarflokksins sem var ekki alveg eins vel heppnuð, (enda formaður þeirra ekki vinsælasti gaur á landinu í dag), en 4 ferskar brækur mættu þó, vel gert þið! Hinir hafa líklegast verið að safna orku fyrir morgundeginum en þá erum við að fara í Power-Vísó!

15. október: Vísindaferð til tölvuleikjaframleiðandanna CCP frá 15-17 og önnur vísindaferð til stærsta skemmtistaðar í heimi, NOVA, 18.30-20.30! Hvað verður eiginlega gaman á morgun? Mjög. Það verður mjög gaman.

23. október: Við ætlum í aðra ferð góðir hálsar! Í þetta skiptið örlítið krúttlegri 🙂 Það er hefð hjá Þjóðfræðideildinni að skella sér í næturgistingu í Gróttu, í fyrra skráðu sig of fáir í þessa hefð svo haldið var pizzu-partý í staðinn. Við vonum innilega að það verði góð mæting í ár því enginn í stjórninni hefur farið! Mjök peppaðr! Okkar eina sanna Kristín Einars ætlar með og hyggst hræða okkur með draugsögum, ómæ. Það verður pálínuboð um kvöldið, sem virkar þannig að allir koma með einn rétt eða e-ð í hlaðborð. Við munum kynna þetta alltsaman seinna og þessvegna henda í einn sjóðheitan event á facebook til að geta gefið ykkur upplýsingarnar beint í æð. Takið kvöldið/nóttina frá y’all, þetta verður frá ca 20.00 um kvöldið til 11.00 daginn eftir.

30. október: Haldið í hestana ykkar! Það er komið að hrekkjavöku-fögnuði ársins sem er eins og í fyrra í samstarfi við önnur nemendafélög. Norm, Mentor, Tinktúra, Hnallþóra, Kuml, Homo og Mímir eru á fullu að skipuleggja þennan viðburð með okkur og stefnir í risastórt teiti! Því er um að gera að dusta rykið af saumavélunum, gömlum dimmison búningum, já eða bara skella sér í Partý-búðina eða Hókus-Pókus og festa kaup á einu kvikyndi! Fullt af hugmyndum á Pinterst og á BuzzFeed til dæmis. Um að gera að vera nörd og finna eitthvað extra þjóðfræðilegt til að klæðast þennan dag, sem getur svosum verið allt…. 😉 Meldið ykkur á eventið sem er búið að gera, ýtið hér!

Við sofum bara á sunnudögum og lærum á virkum kvöldum þennan mánuðinn, það er þess virði að mæta á viðburðina því þeir eru SVO skemmtilegir, og við svo skemmtileg….. Maður man allavega síður eftir kvöldunum sem maður sat heima með netflix 😉

Sjáumst!

PS: Eru ekki allir að fylgjast með okkur á instagram?

mynd

PS2: Það er hægt að láta drauma sína rætast á HallóVín og vera hvað sem er. Til dæmis má vera hnossið hans Gollris, hringurinn eini!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *