Ferðin okkar alveg að skella á

Jæja krakkar!
Nú styttist í brottför í ferðina okkar góðu. Okkur lýst vel á hópinn og vonum að þið séuð jafn spennt fyrir þessari fróðlegu fjörferð og við.

Við ætlum að hafa hashtag í ferðinni og eendilega þrusið eins mikið af myndum og þið viljið á það. Þær nýtast t.d. á Þorrablótinu. Hashtagið er: hólmabrók15

Hér fyrir neðan dagskráin:

Föstudagur 2. október

Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 18:00 frá malar bílastæðinu við aðalbyggingu Háskóli Íslands, mæting korter fyrir.
19:00 Stoppað verður í Borgarnesi til að borða en er það ekki innifalið í skráningargjaldi.
22:00 Komið á Kirkjuból (þar sem við gistum) þá munum við koma okkur fyrir.
Sauðfjársetur, Álagablettasýning, leikir, spjall og gaman!

Laugardagur 3. október

10 – 11 vakna, boðið verður upp á morgunmat.
Lagt af stað til Hólmavíkur á bílunum 11:30 og farið á Galdrasýningu á Ströndum.
Keyrt inn í Steingrímsfjörð þar sem við leggjum svo bílunum og göngum að Þjóðbrók með leiðsögn og borðum nesti (tekur sirka 2 klst).
Kotbýli Kuklarans og Gvendarlaug skoðuð.
Farið í heitu pottana á Drangsnesi niðri við sjóinn.
19:30 Pizza hlaðborð á Café Riis.
Einleikurinn Draugasaga á Sauðfjársetrinu.
Djamm, stuð og annað gaman!

Sunnudagur 4. október

11:00 Vakna
Boðið upp á súpu á Sauðfjársetrinu.
Lagt af stað til Reykjavíkur og komið við á Eiríksstöðum æskuheimili Leifs Eiríkssonar.

Mikilvægt að taka með:
Hlý föt fyrir gönguferð
Nesti
Eigin drykki fyrir djammþyrsta
Sundföt + handklæði
Vasaljós fyrir þá sem vilja
Góða skapið!

Hlökkum til helgarinnar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *