Ekki gleyma að skrá þig í Haustferð Þjóðbrókar!

Í ár ætlum við að bregða örlítið út af vananum og fara í haustferð til Hólmavíkur 2. – 4. oktober. Á Hólmavík og nágrenni er ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt að sjá fyrir áhugasamar Þjóðbrækur og erum við stjórnin alveg svakalega spennt fyrir þessu! Skemmtanastýran okkar, Dagrún Ósk Jónsdóttir, er búin að sjóða saman frábæra dagskrá fyrir okkur í heimabæ sínum og mælum við með að allir skrái sig í dag!

Skráningu lýkur nk. föstudag 25. september á miðnætti, en þá þurfum við að vera komin með staðfesta tölu fyrir bíla, gistingu og annað.

Dagskránna fá ferðalangar senda í pósti næstu helgi, en meðal annars ætlum við að skoða hið kyngimagnaða Galdrasafn, Sauðfjársetrið fræga, fræðast um álagabletti, drekka vín, fara í pottana á Drangsnesi, kíkja í heimsókn á Eiríksstaði, fara á einleikinn „Draugasaga“, skoða Kotbýli Kuklarans og ýmislegt ýmislegt fleira! Ekki láta ykkur vanta, þetta verður fróðlegt fjör!

SKRÁIÐ YKKUR Í FERÐINA HÉR

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *