Skráning í Nova!

Skráning er hafin í vísindaferð í Nova!

Mæting kl. 18:30 og stendur til 20:30!

Það eru einungis 30 pláss í boði, svo um að gera að drífa sig að skrá sig!

Ef það er pláss fyrir vin þá borgar hann 500 kall! 🙂

Vísindaferð í Nova

Sæl öllsömul og takk fyrir síðast á árshátíðinni!

Núna á föstudag erum við að fara til Nova í vísindaferð og er það nánast skylda að fólk mæti því þetta var klárlega ein af þeim skemmtilegustu á síðasta ári 😀

Það var allavega vel veitt af áfengi í fyrra hjá þeim og mjög gaman og tilvalið tækifæri núna að skemmta sér áður en styttist ennþá meira í prófin!

Skráning hefst á morgun kl. 12 og lýkur kl. 12 á fimmtudag og það eru einunigs 30 laus pláss.

Það má skrá vini en þeir borga þá 500 kr fyrir að mæta, Norm meðlimir hafa þó forgang eins og ávallt!

Kv. Norm

Vísindaferð í Vodafone !!

Jæja, þar sem það var frábær skráning í spilakvöldið þá hefur það verið slegið af.

Í staðinn ætlum við að vera með Vísindaferð í Vodafone á morgun, föstudag kl. 18:00-20:00!!

Mæting í Skútuvoginn kl. 18! Boðið verður uppá bjór og fleiri veitingar! Það verða nokkur önnur félög og þetta verða um 100 manns svo þetta verður stuð !

Skráningin hefst núna og lýkur á morgun kl. 12:00 !! Við höfum 20 pláss og vinir eru velkomnir!

Spilakvöld

Nú er planið að taka aftur spilakvöld eins og heppnaðist svo vel á síðustu önn!

Staðsetning er sú sama í húsnæði Versus að Suðurhrauni 2 í Garðabæ.

Gleðskapurinn fer fram núna á laugardag 19. febrúar og byrjar kl. 20:00.

Við verðum með píluspjald og borðtennisborð og erum að vinna í því að fá líka fótboltaspil eins og var síðast!

Síðan verðum við með borðspil líka ásamt drykkjuleikjum.

Gos og snakk verður í boði hússins og tveir bjórar verða seldir á 500 kr en síðan er að sjálfsögðu frjálst að mæta með sitt eigið áfengi til að svala þorstanum 🙂

Skráningu lýkur á föstudag kl. 16:00 og endilega skrá vini líka ef þeir vilja koma með.

Árshátíð

Árshátíð Norm verður haldin á Hótel Sögu þann 5. mars.

Dagskrá er eftirfarandi:
18:30 – Húsið opnar
19:00 – Borðhald hefst
23:00 – Ball byrjar

Matseðillinn er:
Forréttur: Sveppasúpa með sveppaflani og rjómatopp
Aðalréttur: Lambahryggsvöðvi og skanki með smjörbakaðri kartöflu og koníak-piparsósu
Eftirréttur: Súkkulaði-Snickerskaka að hætti Hótel Sögu

Verðskrá:
Meðlimir Norm: 5000kr
Ólimir: 6500kr
Síðan er möguleiki að koma bara á ballið og það kostar 1500kr

Norm verður í sal sem heitir Princeton þar sem við borðum saman, Norm verður með frábær skemmtiatriði og happdrætti. Síðan klukkan 11 þá sameinumst við 6 öðrum nemendafélögum á balli í Súlnasalnum þar sem DJ El nino leikur fyrir dansi!

Þema árshátíðarinn er Casino og viljum við hvetja fólk til að mæta í þema, veitt verða verðlaun fyrir besta outfittið! Sem dæmi þá geta stelpur verið með perlur, fjaðrir, höfuðbönd, hanska en strákarnir með slaufur í vesti eða með hatta!

Miðasala hefst næsta mánudag kl. 10:30!! Nánari tímasetningar á miðasölu aðra daga verða auglýstar bráðlega. Ath. það verður að borga með peningum.

—————————————–

En við ætlum ekki að sitja heima og bíða eftir árshátíðinni, heldur ætlum við að hafa spilakvöld næsta laugardag!!

Þetta verður í Versus, alveg eins og á síðustu önn og við ætlum að hafa alveg jafn gaman!! Við verðum með snakk og síðan ætlum við að selja bjór 2 stórir bjórar á 500kr!! En það má endilega koma með sitt eigið áfengi líka.

Það verður fótboltaspil, píla, borðtennis og síðan öll þessi klassísku spil, matador, pictonary, alias og fleira!!

Skráning hefst á morgun á slaginu 12:00 og viljum við endilega að sem flestir komi því þetta verður brjálað stuð!!

Bless og takk, meira snakk!

p.s. lengsti pistill sem ég hef skrifað

p.s.s. byrjiði að hlakka til árshátíðarinnar NÚNA!

Skráning hafin!!

Jæja kæra fólk 🙂

Það er komið að vísindaferð í Ring, þar munum við fræðast um markaðsstarfsemi fyrirtækisins. Skemmtilegt að koma að því að Ring var tilnefnt nú á dögunum til verðlauna fyrir markaðsherferð ársins ásamt Inspired by Iceland og karlar og krabbamein.is

En ferðin er núna á föstudaginn, 4.feb. Mæting er kl: 17:00 í Ármúla 25 ( við hliðina á Símaversluninni).

Skráning hafin lýkur á morgun. Höfum 25 sæti laus!!

Kv.Norm 😀

VÍSINDAFERÐ Í RING

Jæja kæra fólk 🙂

Það er komið að vísindaferð í Ring, þar munum við fræðast um markaðsstarfsemi fyrirtækisins.  Skemmtilegt að koma að því að Ring var tilnefnt nú á dögunum til verðlauna fyrir markaðsherferð ársins ásamt Inspired by Iceland og karlar og krabbamein.is

En ferðin er núna á föstudaginn, 4.feb.  Mæting er kl: 17:00 í Ármúla 25 ( við hliðina á Símaversluninni).

Skráning hefst á morgun kl:12:00 og lýkur á fimmtud.  Höfum 25 sæti laus!!

Kv.Norm 😀

Vísindaferð í Slökkviliðið!

Næsta Vísindaferð verður farin á föstudaginn í Slökkviliðið í Reykjavík!

Mæting er klukkan 16:30 í Slökkviliðið í Skógarhlíðinni. Við höfum 25 pláss og skráning hefst núna og lýkur kl. 13:00 á morgun! Vinir mega koma með gegn 500króna gjaldi.

Hver veit nema þú fáir að renna þér niður súluna eða setjast inní slökkvibíl!

Kv. Norm <3

Sala nemendaskírteina

Nemendaskírteini verða seld núna aftur fyrir þá sem voru að byrja í félagsfræði og einnig handa öllum öðrum sem keyptu ekki skírteini á síðustu önn.

Við heitum Norm nemendafélag félagsfræðinema á facebook svo endilega addið okkar þar.

Ef þið viljið síðan kaupa nemendaskírteini sendið okkur þá bara póst á facebook fyrir nánari upplýsingar.

Kv. Norm

LASER-TAG !

Þá er komið að næsta djammi, við ætlum að fara í Lasertag á föstudaginn!

Við ætlum að hittast í Lasertag (Salavegi 2 í Kóp. fyrir ofan Nettó) klukkan 20:45!

Við ætlum að spila 2 leiki á mann, hver leikur er í korter í einu. Hver borgar fyrir sig og kosta 2 leikir 1700krónur.

Það má koma með sitt eigið áfengi, svo endilega geriði það! Við búumst við því að vera frá 21-23 að spila og skemmta okkur og síðan höldum við niðrí bæ. Við erum með herbergi þar sem við getum drukkið og síðan getum við líka pantað pítsu ef við viljum!

Fyrir þá sem ekki vita alveg hvað Lasertag er þá getiði kíkt á lasertag.is og séð allar upplýsingar þar. T.d. er bannað að vera í hælaskóm!

Skráning er hafin núna hér í kommentum og skráningu lýkur kl. 12 á morgun! Endilega taka vini með, þeir þurfa ekki að borga aukalega, bara fyrir leikina. Allir að mæta þetta verður brjááálað gaman!!