Sala á nemendaskírteinum

Sæl öllsömul og takk æðislega fyrir frábært föstudagskvöld!

Við ætlum að selja nemendaskírteinin okkar í þessari viku! Skíteinið kostar 4500kr. Hvetjum alla til að koma og fjárfesta í skírteini því það er bara gróði!

– Mánudagur kl. 9:50 í Háskólabíó og aftur kl. 13:00 í Háskólabíó

– Þriðjudagur kl. 13:00-15:00 í Háskólabíó

– Miðvikudagur kl. 14:30-16:00 í Árnagarði

Nýnemadjamm og almenn gleði

Hæhó

Þá er komið að því. Nýnemadjammið verður haldið með pompi og prakt næstkomandi föstudag. Nemendur þurfa ekki að skrá sig en mæting er kl. 17.30 á Austurvöll hjá styttunni af Jóni Sigurðssyni.

Farið verður í nokkra leiki og keppnir áður en óvissan tekur við. Komið endilega klædd eftir veðri en getið haft hælaskó og sitthvað fleira með sem við getum geymt! Einnig væri gott ef einhverjir nýnemar kæmu með myndavél eða síma með góðri myndavél. Við endum djammið síðan í salnum á Hallveigarstöðum  sem er staðsettur á Túngötu 14 þannig að fólki er frjálst að koma með sinn eigin bjór í poka/tösku/krukku eða öðru geymsluíláti.

Norm bíður  uppá bjór og bollu á meðan byrgðir endast og einnig verður vínkynning frá Southern comfort. Eldri nemendur eru að sjálfsögðu boðnir velkomnir að koma og hitta okkur síðar um kvöldið eða um 21.30 á Hallveigarstaði, Túngötu 14.

Sala á nemendaskírteinunum ógurlegu hefst síðan formlega 5. september í Odda á fyrstu hæð. Hægt að borga með peningum eða skrá sig og millifæra síðan. Minnum að sjálfsögðu á Arion-Banka afsláttinn en bankinn hefur samþykkt að niðurgreiða kortin hjá þeim sem eru í viðskiptum eða stofna til viðskipta við bankann um 2500 kr.

Þeir sem kaupa nemendaskírteini hjá Norm fá að sjálfsögðu frítt í allar vísindaferðir og ódýrara á aðra atburði innan Norm. Ásamt öllum þeim frábæru afsláttum sem þið finnið hér á síðunni.

Fótboltamót milli deilda í HÍ verður haldið á fimmtudaginn endilega látið vita á jah11@hi.is ef þið hafið áhuga á því að vera með!

Hlökkum til að sjá ykkur á föstudaginn og sem oftast á komandi önn.
Kv. Stjórnin

 

 

 

Skólinn að byrja!

Jæja þá fer skólinn að byrja aftur í næstu viku!

Vonandi eruð þið búin að hlakka jafn mikið til og við!

Nýnemarnir verða boðnir velkomnir 2. september og eldri nemar velkomnir að vera með þegar líður á kvöldið!

Sjáumst hress í næstu viku

Kv. Norm

Skráning á Próflokadjammið!!

Jæja skráning á próflokadjammið er hafin!!

Við höfum 40 pláss. Kommenta kerfið hér á heimasíðunni er eitthvað bilað! Til þess að skrá ykkur þá sendiði email á idb2@hi.is með nafninu ykkar og síðan leggiði 500kr. inná 512-26-695 kt: 6012942819! Það má líka borga við hurð ef þið viljið það frekar!

Próflokadjamm Norm!!

Brjálaðasta partý ársins verður haldið  næsta föstudag, 13. maí til að fagna próflokum og bjóða sumarið velkomið!

Norm ætlar að vera með partýgleði í Veislusalnum í Víkingsheimilinu í Fossvoginum ásamt nemendafélögunum í félagsráðgjöf og félags- og tómstundamálafræði!

Þetta byrjar á slaginu 20:00 og klukkan 01:00 munum við halda á vit frekari ævintýra í miðbæ Reykjavíkur! Stúdentaráð stendur fyrir próflokadjammi á Sódóma og fleiri stöðum þar í kring, það verða hljómsveitir og tilboð á áfengi. Við verðum með armbönd handa öllum í partýinu!

Við ætlum að bjóða ykkur kæru nemendur uppá bragðgóða, áfengismikla bollu sem mun að öllum líkindum endast frekar lengi! En auðvitað ráðleggjum við ykkur að koma með eitthvað áfengi til einkanota!

Þemað verður sumar og sól og í tilefni þess kemur trúbador og spilar fyrir okkur hressa og fjöruga tónlist og eftir það verður áframhaldandi partý músik!

Vegna þess hversu frábært þetta partý er þá ætlum við í Norm að rukka litlar 500krónur inn fyrir þá sem hafa skírteini en 1000kr fyrir þá sem eiga ekki svoleiðis.

Við höfum 40 pláss í partýið. Skráning hefst á heimasíðunni á morgun, þriðjudag kl. 12:00 á hádegi, svo verið viðbúin!

Skráning hafin í CCP!! :D

Jæja krakkar endilega skráið ykkur, ef það verða laus pláss þá má skrá vin en hann þarf að borga 500kr 😀
Sjáumst!

Vísindaferð í CCP!

Ný stjórn Norm fyrir 2011-2012 myndaðist föstudaginn 8. apríl. Þetta er sannkölluð stelpustjórn! Þetta eru:
Formaður: Sólrún Sigvaldadóttir
Gjaldkeri: Íris Dögg Björnsdóttir
Formaður Skemmtinefndar: Sóley Ásgeirsdóttir
Skemmtinefnd: Harpa Dögg Þorsteinsdóttir, Sara Ósk Káradóttir og Salvör Valbjörnsdóttir

Fyrsta verk nýju stjórnarinnar verður að bjóða uppá Vísindaferð í CCP á föstudaginn. Þetta er reyndar arfur frá gömlu stjórninni sem var búin að bóka ferðina. CCP býður okkur að koma til sín kl. 15-17 í Grandagarð 8 í Reykjavík. Sveinn Kjarval, Senior Community Manager tekur á móti okkur.

Við höfum 25 pláss og byrjar skráning tímanlega kl. 12:00 á morgun, miðvikudag!

Bestu Kveðjur
Nýja Stjórnin!

Kosningar 8. apríl

Kosningar til Stjórnar og Skemmtinefndar Norm 2011-2012

Jæja gott fólk, þá er komið að því sem margir hafa beðið eftir. Föstudaginn 8. apríl fara fram kosningar til stjórnar og skemmtinefndar Norm 2011-2012. Það hafa ekki ómerkilegra aðilar en forsetar, hæstaréttarlögmenn, forstjórar Fortune 500 fyrirtækja og ritstjórar veftímarita byrjað sem nefndarmeðlimir nemendafélaga.

Stöðurnar sem hægt er að bjóða sig fram í eru eftirfarandi:

Formaður: Er helsti talsmaður félagsins út á við. Hann boðar aðalfund sem og félagsfundi eftir þörfum. Hefur yfirumsjón með stjórn nemendafélagsins.

Formaður skemmtinefndar: Sér um skipulagningu skemmtiatburða félagsins ásamt því að hafa yfirumsjón með skemmtinefnd.

Gjaldkeri: Gjaldkeri félagsins sér um fjármál félagsins. Hann heldur utan um tekjur og gjöld félagsins og leggur á aðalfundi fram endurskoðaða reikninga þess.

Skemmtinefnd: Í skemmtinefnd eiga sæti þrír fulltrúar fyrir utan formann skemmtinefndar. Nefndin hefur umsjón með öllu skemmtanahaldi innan félagsins. Nefndin skal standa að árshátíð í mars eða apríl ár hvert.

Nánari upplýsingar er hægt að lesa í lögum Norm á heimasíðu félagsins.

Opið verður fyrir framboð til klukkan 19:00 þann 8. aprík en við viljum  biðja þá sem ætla að bjóða sig fram að láta okkur vita með því að senda okkur póst í gegnum Norm-facebook.

Við viljum hvetja alla til þess að bjóða sig fram! Og fyrir þá sem ekki gera það að koma og nýta kosningarétt sinn þar sem kosnir aðilar munu sjá um skemmtanahald félagsins á komandi skólaári.

Staðsetning kosningakvöldsins verður auglýst síðar.

Með kveðju,
Stjórn Norm

Megavika hjá Norm! Samfylkingin og HA?

Jæja þessi vika verður alveg fáránlega skemmtileg!

Á fimmtudaginn ætlum við að fara og vera gestir í spurningaþættinum HA? sem er sýndur á SkjáEinum. Það er mæting klukkan 18:50. Gestir þáttarins verða þeir Friðrik Friðriksson og Gunnar Hansson. Þema þáttarins er sixtís! Boðið verður uppá  flæðandi bjór og fá allir sem mæta mánaðaráskrift af SkjáEinum!!

Á föstudaginn förum við síðan í heimsókn til Samfylkingarinnar. Þá er mæting kl. 17:00 á Hallveigarstíg 1. Þar verður einnig boðið uppá veitingar í fljótandi og föstu formi! Við verðum með stjórnmálafræðinni og einu félagi í viðbót og mun koma óvæntur gestur í heimsókn!

Skráning er hafin á báða viðburðina!!! Skráningin er hérna í kommentum og verður að taka fram hvort þú ætlar að mæta í HA?, Samfylkinguna eða bæði! Við höfum 20 pláss í HA? og 30 pláss í Samfylkinguna! Vinir eru velkomnir en borga 500kr.

p.s. 8. apríl verða kosningar í nýja stjórn, endilega byrja að huga að framboðum, þau þarf að tilkynna í næstu viku.

p.s.s Sjáumst á fimmtudaginn!

p.s.s.s Sjáumst á föstudaginn!

Pubquiz

Við ætlum að hittast á Bjarna Fel á föstudaginn og það verður þvílíkt skemmtilegt Pubquiz! Það verða 2-3 saman í liði og það verður helling af bjór í verðlaun!

Við verðum síðan með spil þannig það er hægt að fara í fleiri drykkjuleiki! Bjórinn er á 390 að venju og skot á sama verði! Gjöf en ekki gjald!

Endilega mæta og skemmta okkur saman, og djamma fram á nótt 😉 Fjörið byrjar kl. 21:00!

Við værum endilega til í að þið mynduð skrá ykkur hér fyrir neðan ef þið ætlið að mæta, þetta er óhefðbundin skráning, það komast allir sem vilja, en við viljum bara hafa sirka hvað koma margir!