Halloween-partý!

Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir! (Að minnsta kosti allir þeir sem elska grímubúninga!)

Halloween-óhugna-gleði Norm verður haldinn föstudaginn 28. Október í sal staðsettum í Dugguvogi 12.

Til að kynda aðeins upp í þessu verðum við þar ásamt stjórnmálafræðinni og félagsráðgjöf! (Eins gott að þið mætið í flottari búningum en þau.)

Mikið verður lagt í að gera þetta sem flottast og höfum við 50 pláss. Vinir og aðrir velgjörðamenn velkomnir, kostar 1000kr fyrir þá, þar sem þetta partý verður awesome og mikið af áfengum veigum í boði.

Bjór og aðrar veigar verða í boði. Fyrstur kemur fyrstur fær. Gleðin byrjar á slaginu hálf níu (Kl. 20.30) og stendur fram eftir kvöldi.

Ert þú búin/nn að finna þér búning? Veitt verða stórglæsileg búningaverðlaun í nokkrum flokkum!

Skráning í þetta æsilega partý hefst, eins og svo oft áður, á slaginu 12.00 næstkomandi miðvikudag hérna í commentum á síðunni og líkur 12.00 föstudaginn 28.okt.

Stay Tuned krakkar! Þetta verður snilld!

-Stjórnin

Listi yfir þá sem komast í MBL

Sólrún Sigvaldadóttir
Jenný Ósk
Jón Atli
Ída Finnbogadóttir
Erna Oddný
Kristín Helga
Hákon Már
Magnús Helgi
Ingimar Helgi
Rúnar Einarsson
Guðmundur Sigurðsson
Erla Margrét
Jón Kristófer
Kristín Ósk
Arnar Þór
Matthías Björnsson
Jóna Rán
Salka Margrét
Kristín Hlöðversdóttir
Hildur Hlöðversdóttir
Gunnhildur Guðjónsdóttir
Magnús Lárusson
Hannes Stefánsson
Hrefna Hrund
Sigrún Ólafsdóttir
Guðmundur Ingi
Inga Sif
Hinrik Ottó
Sölvi Gylfason
Guðjón Ólafsson
Benedikta Brynja
Dagur Skírnir
Agnar Leó
Haraldur Anton
Eiríkur Níelsson
Íris Dögg Björnsdóttir
Kristjana Hera
Smári
Kría
Margrét
————————–
Biðlisti:
Jóhann Jóhannsson
plús 2 hjá Ídu
plús 1 hjá Jón Kristófer
plús 1 hjá Írisi
plús 2 hjá Smára

Vinsamlegast látið vita ef þið eruð á listanum en ætlið ekki að mæta!

Skráning í MBL!

Skráning er hafin hér í kommentum!!! Vinsamlegast takið fram hvort þið ætlið að mæta bæði í MBL og Fabrikkuna eða annaðhvort 🙂

– Vísindaferðin er fá 17-19 og verða flæðandi veitingar í boði!

– Rúta fer frá MBL og á Fabrikkuna, 300kr greitt með peningum (verðum með skiptimynt).      VINATILBOÐ: ef tveir borga saman þá kostar 500kr.

– Vinir velkomnir en greiða 500kr. Skírteinishafar ganga þó fyrir.

Vísó í mbl!

Næsta föstudag liggur leið okka í vísó í Morgunblaðið! Höfum met númer af plássum eða 40 pláss. Fyrstur kemur fyrstur fær og eru vinir því meira en velkomnir í þessa gleði. Það kostar 500 kr fyrir vini.

Vísindaferðin hefst á slaginu 17.00 og eru vísó í Mbl þekktar fyrir góð gæði og mikla skemmtun.
Norm hefur ákveðið að bjóða uppá rútu fyrir alla gegn vægu gjaldi eða 300 kr á mann. Þannig að munið eftir klinki börnin góð, samt líklegt að við splæsum í eitthvað magn af skiptimynt. Gæti verið að við bjóðum uppá stórtilboðið 500kr fyrir tvo sem borga saman í rútuna. Ekki amalegt að geta sparað sér heilar 50kr ef maður á vini!

Rútan mun síðan skutla okkur beint á Hamborgarafabrikkuna þar sem allir geta mettað svangan maga annað hvort með hambó eða bjór. Fáum 10% afslátt af mat og Happy Hour tilboð af ,,Geir Ólafs” og Gin&tónik. Bjórinn á Fabrikkunni er alltaf snilld og hægt að fá hann í könnum! Síðan er um að gera að notfæra sér Skutluna á Fabrikkunni til að ferja ykkur síðasta spölinn niður í miðbæ!

ATH: SKRÁNING HEFST Á SLAGINU 12.00 NÆSTA MIÐVIKUDAG INNÁ HEIMASÍÐUNNI OKKAR: nemendafelog.hi.is/norm. JÁ, ÞIÐ HEYRÐUÐ RÉTT.

HEIMASÍÐAN ER KOMIN Í LAG. KUNNIÐ ÞIÐ EKKI ENNÞÁ AÐ SKRÁ YKKUR ? 🙂

Sjáumst
-Stjórnin.

Skráning í Lasertag!

Þá er skráningin hafin hér í commentum á síðunni!

Það komast 15 inn að spila í einu og þetta verður ógeðslega gaman.

Endilega gefið upp sirka fjölda af leikjum sem þið viljið spila þegar þið skráið ykkur.

Einn leikur 950
Tveir leikir: 1700
Kv. Stjórnin

Lasertag næsta föstudag!

Jæja! Eru ekki allir bókað búnir að jafna sig eftir Októberfest?

Næsta föstudag er stefnan tekin á Lasertag. Hvað er betra en að byrja helgina á því að skjóta niður skólafélaga og vini?
Lasertag er ógeðslega skemmtilegt!  Getið t.d. ímyndað ykkur að þeir sem þið eruð að keppa við séu kennarar eða aðrir sem ykkur finnst leiðinlegir.Tilvalið að fá smá útrás.

Byrjið að æfa herkænsku brögðin og mynda bandalög enda hefst snilldin næsta föstudag kl. 20.00.
Mæting er á Salveg 2, 201 Kópavogi.

Stefnt er að því að spila allavegana einn til tvo leiki á mann (fleiri leikir vitaskuld í boði) Við höfum salinn algjörlega útaf fyrir okkur og er öllum velkomið að taka með eigin veigar til að drekka á staðnum í eins miklu magni og fólk vill.

Einn leikur: 950
Tveir leikir: 1700

Skráning hefst á morgun, miðvikudag kl. 12.00 hér í commentum á síðunni.
Þetta verður awesome!
Kv. Stjórnin!

 

Skráning!

Plan föstudagsins er örlítið breytt! Við ætlum að byrja á því að fara í Vísindaferð í Atlantsolíu kl. 5-7 á Lónsbraut 2 í Hafnarfirði! Í fyrra var sjúklega gaman og það eiga eftir að flæða bjórinn og veitingar! Viðskiptafræðin verður með okkur í Atlantsolíu! Eftir Atlantsolíu förum við beint á Glaumbar og höldum áfram með áður auglýst plan!

Skráningin hefst sem sagt núna! Við höfum 25 pláss í Atlantsolíu en 40 á Glaumbar. Vinir eru velkomnir en þeir borga 500 í vísó og annan 500 í Glaumbarspartý eða samtals 1000 ;). Skírteinishafar ganga þó fyrir í skráningu! Taka þarf fram í þegar þið skráið ykkur hvort þið ætlið að koma á AO eða Glaumbar eða bæði!
Kv. Stjórnin!

 

Októberfestpartý Norm

Nú um helgina stendur yfir Októberfest 2011 í risatjaldi á lóðinni fyrir utan Háskólann. Norm ætlar að bjóða í Dúndur upphitunarpartý á Glaumbar á föstudaginn.

Mæting er á Glaumbar kl. 18:26 stundvíslega. Norm ætlar að bjóða uppá bjór en ef hann klárast þá er hægt að kaupa sér bjór á 290kr eða skot á 290kr! Þetta verður ekki mikið hagstæðara kæru nemendur! Síðan geta þeir sem eiga miða á októberfest haldið sína leið í tjaldið en hinir haldið áfram í góðri gleði á Glaumbar! Við viljum samt hvetja alla til að koma á Októberfest sjálft því það er sjúklega skemmtilegt! Þeir sem enn hafa ekki tryggt sér miða geta keypt sér inná midi.is =)

Veitt verða verðlaun fyrir besta búninginn í karla og kvennaflokki svo nú er um að gera að setjast við saumavélina !

Vinir og önnur frávik eru velkomin en þau þurfa að borga 500kr á staðnum. Skráning hefst í kommentakerfinu hér á heimasíðunni á hádegi á morgun og langar okkur að minna fólk á að það er skylda að skrá sig ef maður ætlar að mæta !

Yfir og Út
Stjórnin

Íþróttadagur – Skráning

Skráning á Íþróttadag Norm í Sporthúsinu fer fram hér í kommentum!

Skráningunni lýkur á morgun, fimmtudag kl. 14:00!

(Hægt er að skoða nánari dagskrá hér í fréttinni fyrir neðan)

 

Í FORM MEÐ NORM

Við í Norm höfum ákveðið að standa fyrir svolítið óhefðbundum degi. Þetta er hvorki meira né minna en ÍÞRÓTTADAGUR NORM, við ætlum að svitna, púla og eiga mega skemmtilegan dag saman.

Mæting er í Sporthúsið í Kópavogi kl. 14:15 núna á laugardaginn 10. september.

Dagskráin verður svona:

– 14:15 Mæting og fólk dressar sig í gallann.

– 14:30 Skotbolti og Brennó keppni

– 15:00 Laufléttur og skemmtilegur Spinning tími

– 15:30 Zúmba eða TRX

– 16:00 Heitapottskúr og gufubað

Sporthúsið býður okkur síðan sjúklega flott tilboð sem allir ættu að nýta sér! Tilboðið hljóðar uppá 3600kr á mánuði ásamt kaupauka að andvirði 40 þúsund krónur!!!

Veitt verða verðlaun fyrir flottasta gallann og bestu tilþrifin!

Skráning hefst hér á heimasíðunni kl. 12:00 á hádegi á morgun, miðvikudag. Skráning fer fram í kommentakerfinu og eru sérstakar leiðbeiningar hér fyrir ofan á síðunni!

Í Form með Norm 😉

————————————–

ATH:

Okkur langar að benda ykkur á miðasölu á Októberfest, endilega allir að tryggja sér miða á hátíðina sjálfa. Norm verður með fyrirpartý og allskonar gleði fyrir festið sjálft! Síðasti dagur miðasölu er á morgun, miðvikudag kl. 11:00-14:00 á Háskólatorgi 🙂