Spurningarþátturinn HA?

Góðan daginn fallega fólk.

Halloween partýið var snilld, þið eruð snilld.

Næstkomandi fimmtudag er Norm-urum boðið í spurningarþáttinn HA? á SkjáEinum. Hefst gleðin kl. 18 og höfum við að þessu sinni 20 pláss.

Ha? er undir sterkum áhrifum frá breskum spurningaþáttum á borð við Never mind the Buzzcocks, A Question of Sport, Have I got News for You? og Q.I. Uppbygging allra þessara þátta er keimlík: spyrill og þáttarstjórnandi situr í miðjunni og hefur keppnislið til beggja handa, sem skipuð eru föstum keppanda og einum eða tveimur gestum, sem eru nýir í hverri viku. Afþreyingargildið er í fyrirrúmi og keppast þátttakendur frekar við að slá á létta strengi en að hala inn stig. (Heimild: Wikipedia)

Skráning hefst á slaginu 12.00 næsta þriðjudag  í comments hér á síðunni!

Ekki láta þig vanta í þessa snilld. Vitaskuld verða veitingar í boði. Frábær leið til að starta fimmtudagsdjammi og hita upp fyrir Norm-lausan föstudag.
Kv. Stjórnin

Leave a Reply

Your email address will not be published.