Halloween-partý!

Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir! (Að minnsta kosti allir þeir sem elska grímubúninga!)

Halloween-óhugna-gleði Norm verður haldinn föstudaginn 28. Október í sal staðsettum í Dugguvogi 12.

Til að kynda aðeins upp í þessu verðum við þar ásamt stjórnmálafræðinni og félagsráðgjöf! (Eins gott að þið mætið í flottari búningum en þau.)

Mikið verður lagt í að gera þetta sem flottast og höfum við 50 pláss. Vinir og aðrir velgjörðamenn velkomnir, kostar 1000kr fyrir þá, þar sem þetta partý verður awesome og mikið af áfengum veigum í boði.

Bjór og aðrar veigar verða í boði. Fyrstur kemur fyrstur fær. Gleðin byrjar á slaginu hálf níu (Kl. 20.30) og stendur fram eftir kvöldi.

Ert þú búin/nn að finna þér búning? Veitt verða stórglæsileg búningaverðlaun í nokkrum flokkum!

Skráning í þetta æsilega partý hefst, eins og svo oft áður, á slaginu 12.00 næstkomandi miðvikudag hérna í commentum á síðunni og líkur 12.00 föstudaginn 28.okt.

Stay Tuned krakkar! Þetta verður snilld!

-Stjórnin

Leave a Reply

Your email address will not be published.