Vísó í mbl!

Næsta föstudag liggur leið okka í vísó í Morgunblaðið! Höfum met númer af plássum eða 40 pláss. Fyrstur kemur fyrstur fær og eru vinir því meira en velkomnir í þessa gleði. Það kostar 500 kr fyrir vini.

Vísindaferðin hefst á slaginu 17.00 og eru vísó í Mbl þekktar fyrir góð gæði og mikla skemmtun.
Norm hefur ákveðið að bjóða uppá rútu fyrir alla gegn vægu gjaldi eða 300 kr á mann. Þannig að munið eftir klinki börnin góð, samt líklegt að við splæsum í eitthvað magn af skiptimynt. Gæti verið að við bjóðum uppá stórtilboðið 500kr fyrir tvo sem borga saman í rútuna. Ekki amalegt að geta sparað sér heilar 50kr ef maður á vini!

Rútan mun síðan skutla okkur beint á Hamborgarafabrikkuna þar sem allir geta mettað svangan maga annað hvort með hambó eða bjór. Fáum 10% afslátt af mat og Happy Hour tilboð af ,,Geir Ólafs” og Gin&tónik. Bjórinn á Fabrikkunni er alltaf snilld og hægt að fá hann í könnum! Síðan er um að gera að notfæra sér Skutluna á Fabrikkunni til að ferja ykkur síðasta spölinn niður í miðbæ!

ATH: SKRÁNING HEFST Á SLAGINU 12.00 NÆSTA MIÐVIKUDAG INNÁ HEIMASÍÐUNNI OKKAR: nemendafelog.hi.is/norm. JÁ, ÞIÐ HEYRÐUÐ RÉTT.

HEIMASÍÐAN ER KOMIN Í LAG. KUNNIÐ ÞIÐ EKKI ENNÞÁ AÐ SKRÁ YKKUR ? 🙂

Sjáumst
-Stjórnin.

2 comments

  • Arnar Þór on October 19, 2011 at 12:01 pm
  • Reply

  Ég, Arnar Þór Ingólfsson, skrái mig hér með í vísindaferð í Morgunblaðið þann 21. október næstkomandi.

  Einnig langar mig að skrá með mér kumpána minn og kollega og góðvin hann Matthías Björnsson.

  • Kría on October 19, 2011 at 12:19 pm
  • Reply

  Ég kem í vísó í Morgunblaðið 🙂
  Kría

Leave a Reply

Your email address will not be published.