Lasertag næsta föstudag!

Jæja! Eru ekki allir bókað búnir að jafna sig eftir Októberfest?

Næsta föstudag er stefnan tekin á Lasertag. Hvað er betra en að byrja helgina á því að skjóta niður skólafélaga og vini?
Lasertag er ógeðslega skemmtilegt!  Getið t.d. ímyndað ykkur að þeir sem þið eruð að keppa við séu kennarar eða aðrir sem ykkur finnst leiðinlegir.Tilvalið að fá smá útrás.

Byrjið að æfa herkænsku brögðin og mynda bandalög enda hefst snilldin næsta föstudag kl. 20.00.
Mæting er á Salveg 2, 201 Kópavogi.

Stefnt er að því að spila allavegana einn til tvo leiki á mann (fleiri leikir vitaskuld í boði) Við höfum salinn algjörlega útaf fyrir okkur og er öllum velkomið að taka með eigin veigar til að drekka á staðnum í eins miklu magni og fólk vill.

Einn leikur: 950
Tveir leikir: 1700

Skráning hefst á morgun, miðvikudag kl. 12.00 hér í commentum á síðunni.
Þetta verður awesome!
Kv. Stjórnin!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.