Októberfestpartý Norm

Nú um helgina stendur yfir Októberfest 2011 í risatjaldi á lóðinni fyrir utan Háskólann. Norm ætlar að bjóða í Dúndur upphitunarpartý á Glaumbar á föstudaginn.

Mæting er á Glaumbar kl. 18:26 stundvíslega. Norm ætlar að bjóða uppá bjór en ef hann klárast þá er hægt að kaupa sér bjór á 290kr eða skot á 290kr! Þetta verður ekki mikið hagstæðara kæru nemendur! Síðan geta þeir sem eiga miða á októberfest haldið sína leið í tjaldið en hinir haldið áfram í góðri gleði á Glaumbar! Við viljum samt hvetja alla til að koma á Októberfest sjálft því það er sjúklega skemmtilegt! Þeir sem enn hafa ekki tryggt sér miða geta keypt sér inná midi.is =)

Veitt verða verðlaun fyrir besta búninginn í karla og kvennaflokki svo nú er um að gera að setjast við saumavélina !

Vinir og önnur frávik eru velkomin en þau þurfa að borga 500kr á staðnum. Skráning hefst í kommentakerfinu hér á heimasíðunni á hádegi á morgun og langar okkur að minna fólk á að það er skylda að skrá sig ef maður ætlar að mæta !

Yfir og Út
Stjórnin

Leave a Reply

Your email address will not be published.