Í FORM MEÐ NORM

Við í Norm höfum ákveðið að standa fyrir svolítið óhefðbundum degi. Þetta er hvorki meira né minna en ÍÞRÓTTADAGUR NORM, við ætlum að svitna, púla og eiga mega skemmtilegan dag saman.

Mæting er í Sporthúsið í Kópavogi kl. 14:15 núna á laugardaginn 10. september.

Dagskráin verður svona:

– 14:15 Mæting og fólk dressar sig í gallann.

– 14:30 Skotbolti og Brennó keppni

– 15:00 Laufléttur og skemmtilegur Spinning tími

– 15:30 Zúmba eða TRX

– 16:00 Heitapottskúr og gufubað

Sporthúsið býður okkur síðan sjúklega flott tilboð sem allir ættu að nýta sér! Tilboðið hljóðar uppá 3600kr á mánuði ásamt kaupauka að andvirði 40 þúsund krónur!!!

Veitt verða verðlaun fyrir flottasta gallann og bestu tilþrifin!

Skráning hefst hér á heimasíðunni kl. 12:00 á hádegi á morgun, miðvikudag. Skráning fer fram í kommentakerfinu og eru sérstakar leiðbeiningar hér fyrir ofan á síðunni!

Í Form með Norm 😉

————————————–

ATH:

Okkur langar að benda ykkur á miðasölu á Októberfest, endilega allir að tryggja sér miða á hátíðina sjálfa. Norm verður með fyrirpartý og allskonar gleði fyrir festið sjálft! Síðasti dagur miðasölu er á morgun, miðvikudag kl. 11:00-14:00 á Háskólatorgi 🙂

1 comment

  1. 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.