Ný Stjórn 2017-2018

Ný stjórn var kjörin föstudaginn 24.mars síðastliðinn á BarAnanas. Farið var yfir verkefni fyrri stjórnar og hvert og eitt embætti kynnt.

Alls voru 8 framboð sem röðuðust á þennan hátt:
Formaður: Daníel Kári Guðjónsson
Skemmtanastjóri: Þorgerður Magnúsdóttir
Gjaldkeri: Vaka Lind Birkisdóttir
Hagsmunafulltrúi: Krista María Finnbjörnsdóttir
Skemmtinefnd: Eyþór Örn Gunnarsson, Ingþór Árnason og Stefán Oddur Hrafnsson
Nýnemafulltrúi var kosinn 15.september og er það Anna Elísabet Sölvadóttir

Ný stjórn Norm kjörin fyrir skólaárið 2016-2017

Ný stjórn var kjörin föstudaginn 8.maí síðastliðinn á BarAnanas. Farið var yfir verkefni fyrri stjórnar og hvert og eitt embætti kynnt til í þaula. Alls voru 8 framboð sem röðuðust á þennan hátt:

Formaður: Sigríður Dóra Kristjánsdóttir
Skemmtanastjóri: Brynja Ágústsdóttir
Gjaldkeri: Erla Vilhjálmsdóttir
Hagsmunafulltrúi: Arnór Steinn Ívarsson
Skemmtinefnd: Andrea Eik Ólafsdóttir, Daníel Már Magnússon og Trausti Óskarsson
Nýnemafulltrúi verður kosinn í byrjun næsta skólaárs.

Fyrri stjórn þakkar kærlega fyrir sig og hlakkar til að sjá hvað nýja stjórnin stingur upp á!

Ný stjórn Norm 2015-2016

Þann 10.apríl síðastliðinn var Aðalfundur Norm haldinn á Ölsmiðjnni þar sem ný stjórn var kjörin fyrir skólaárið 2015-2016.

Hana skipa:

Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir, formaður
Hrefna María Pálsdóttir, skemmtanastjóri
Júlía Guðbjörnsdóttir, Gjaldkeri
Sonja Sif Þórólfsdóttir, hagsmunafulltrúi
Þórdís Ylfa Þórsdóttir, skemmtinefnd
Diljá Sigurðardóttir, skemmtinefnd
Sigríður Birna Sigvaldadóttir, skemmtinefnd

Stjórnin hlakkar til að skipuleggja næsta skólaár með stæl!

Einnig hefur stjórnin ákveðið að fá að loka þessari heimasíðu og nota einungis facebook heimasíðu félagsins: https://www.facebook.com/profile.php?id=100000216919256&fref=ts

Takk fyrir!

Ný stjórn Norm fyrir skólaárið 2014-15

Stjórn Norm fyrir skólaárið 2014-15. Endilega hafið samband ef það er eitthvað sem liggur ykkur á hjarta, hvort sem það tengist náminu eða félagslífinu. Hvetjum félagsfræðinema að finna félagið á facebook.

 

Stjórn nemendafélagsins Norm fyrir skólaárið 2014-15 er:

Formaður – Andri Már Magnason
Formaður skemmtinefndar – Tara Khan
Gjaldkeri og skemmtinefnd – Tinna Karen Sveinbjarnardóttir
Skemmtinefnd – Erla Maren Hrafnsdóttir
Hagsmunafulltrúi – Pétur Finnbogason

Kynning og skráning í Norm

Nemendafélagið Norm verður með kynningu fyrir nýnema félagsfræðinnar á mánudaginn 2.september klukkan 13:20 í tímanum Íslenska Þjóðfélagið.

Skráning í nemendafélagið fer fram með greiðslu inn á reikning 512-26-695, kt: 601294-2819. Athugið að senda tilkynningu/kvittun á netfangið doriskyr@gmail.com og nafnið ykkar í skýringu. Félagsgjaldið fyrir skólaárið er 4000 krónur.

Norm á netinu

Nær allar fréttir nemendafélagsins fara fram á facebook síðum félagsins. Þessi síða inniheldur í raun aðeins upplýsingar um félagið. Eins og stjórnarmeðlimi, lög félagsins og tilboð fyrirtækja á komandi skólaári. Allir félagsfræðinemendur við HÍ eru hvattir til að finna Norm á facebook.

Kveðja

Egill Þór Jónsson

Í vinnslu

Vefurinn er í vinnslu fyrir næstu önn,  2013-14

Skráning í HA?

Skráning í HA? er Hafin!!

Mæting kl. 1730 uppí SkjáEinn, bjór í boði og allir fá mánaðaráskrift að Skjá Einum!

Eftir þáttinn verður farið niðrí 101 þar sem jólabjórinn kemur á dælurnar!

Spurningarþátturinn HA?

Góðan daginn fallega fólk.

Halloween partýið var snilld, þið eruð snilld.

Næstkomandi fimmtudag er Norm-urum boðið í spurningarþáttinn HA? á SkjáEinum. Hefst gleðin kl. 18 og höfum við að þessu sinni 20 pláss.

Ha? er undir sterkum áhrifum frá breskum spurningaþáttum á borð við Never mind the Buzzcocks, A Question of Sport, Have I got News for You? og Q.I. Uppbygging allra þessara þátta er keimlík: spyrill og þáttarstjórnandi situr í miðjunni og hefur keppnislið til beggja handa, sem skipuð eru föstum keppanda og einum eða tveimur gestum, sem eru nýir í hverri viku. Afþreyingargildið er í fyrirrúmi og keppast þátttakendur frekar við að slá á létta strengi en að hala inn stig. (Heimild: Wikipedia)

Skráning hefst á slaginu 12.00 næsta þriðjudag  í comments hér á síðunni!

Ekki láta þig vanta í þessa snilld. Vitaskuld verða veitingar í boði. Frábær leið til að starta fimmtudagsdjammi og hita upp fyrir Norm-lausan föstudag.
Kv. Stjórnin

Skráning í Halloween

SKRÁNING Í BRJÁLAÐA HALLOWEEN PARTÝIÐ ER HAFIN!!!

50 pláss, vinir borga 1000kr!

Flææææææææðandi áfengi, vínkynning, búningaverðlaun, skemmtiatriði, crazy setningar og allt brjálað!!!