Það er spennandi föstudagur framundan hjá Mímrum! Við byrjum á að dúndra okkur í vísó hjá Viðreisn þar sem við getum spurt frjálslynda evrópusinnaða kapítalista spjörunum úr og drukkið bjór á meðan! Eftir það verður förinni heitið á Kraptakvöldið!!
„Föstudaginn 20. mars verður árlegt Kraptakvöld haldið í Stúdentakjallaranum kl. 19!
Fyrsta kraptakvöldið var haldið veturinn 1975-76 fyrir alla þá skemmtikrapta í íslenskunni sem vildu láta ljós sitt skína. Í seinni tíð varð skemmtunin að hæfileikakeppni en í ár taka félögin Mímir, Fróði og Torfhildur þátt. Nemendafélögin munu keppa í pub quiz og öðrum leikum en frír bjór verður í boði meðan birgðir endast.
Meðlimir Mímis, Fróða og Torfhildar borga 500 kr. aðgangsverð en aðrir fylgifiskar 1000 kr.“
Mímir mun standa uppi sem sigurvegari í þetta skiptið! Komasoooo!
Við erum með nóg af sætum í vísó en endilega skráið ykkur á facebook eða hér að neðan. Hún verður haldin í Ármúla 42 kl. 17.
Skráðir:
1. Atli Snær
2. Bolli
3. Íris
4. Ingi
5. Oddur
6. Hringur
7. Birgitta
8. Sigurður Ingi
9. Sigga
10. Hrútur