Ritnefnd Mímis kveðin upp

Mímir hefur ákveðið að skipa Ritnefnd Mímis sem mun gefa út efni nemenda og miðla menningu.

Við ætlum að einblína á það að miðla efni sem nemendur hafa búið til og að koma því á hlaðvarpsform, þannig að greinin er lesinn upp og svo mögulega kemur umræða við höfund um greinina eftir á.

Ef fólk hefur áhuga á að byrja með hlaðvarpsþátt tengdan hugvísindum, spjallþátt til dæmis, þá má endilega hafa sambandi við okkur og við getum örugglega fundið eitthvað út úr því. (Skoðanabræður Mímis!?)

Ritnefnd skipa Valgerður María Þorsteinsdóttir, nemi á 2. ári í Íslensku og Bjarki Gunnarsson, nemi á 1. ári í Stærðfræði.

Þessi færsla var birt undir Ritnefnd. Bókamerkja beinan tengil.