Lög félagsins

[Lagabálkurinn var síðast uppfærður á aðalsfundi félagsins sem haldinn var þann 20. apríl 2022.]

Lög Mímis

1. grein

Nafn félagsins er Mímir, félag stúdenta í íslensku, almennum málvísindum og táknmálsfræði.

 

2. grein

Félagsrétt eiga þau, sem stunda nám í íslensku, almennum málvísindum og táknmálsfræði við Háskóla Íslands. Möguleiki er á undanþágu með samþykki stjórnar Mímis.  Félagar teljast þau ein, sem greitt hafa félagsgjald.

3. grein

Markmið (hlutverk) félagsins er:

a) að vinna að hvers konar hagsmuna- og jafnréttismálum félagsmanna.

b) að halda utan um félagslíf meðlima.

c) að annast útgáfustarfsemi.

d) að standa að fræðslufundum, rannsóknaræfingum, ferðalögum og annarri fræðslu- og

4. grein

Stjórn félagsins skipa sjö aðilar. Kjósa skal sex félagsmeðlimi á aðalfundi í embætti

forseta, varaforseta, fjárhirðis, skriffinns, súrindaskelfis og hagsmunahollvættar. Þá skal einn fulltrúi 1. árs kjörinn af stjórn Mímis að hausti. Stjórn þarf að samanstanda af íslenskunemum, málvísindanemum og táknmálsfræðinemum nema enginn úr tiltekinni grein gefi kost á sér.

4.1 Endurskoðandi skal vera fráfarandi fjárhirðir.

4.2 Ritnefnd skipa tveir til fimm félagsmeðlimir.

4.3 Aðrar nefndir skulu kosnar á aðalfundi eftir þörfum og framkomnum tillögum. Þá er stjórn heimilt að skipa nefndir eftir því sem þörf krefur.

5. grein

Alltaf skal kosið þó aðeins eitt framboð komi fram. Enginn félagsmeðlimur er kjörgengur til stjórnar meira en tvö ár í röð. Félagsmeðlimir hafa kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi, þá er þeir teljast félagar samkvæmt 2. grein.

6. grein

Gerður skal að hausti hattur forseta, sem forseti skal ávallt bera við opinber embættisstörf. Hattur forseta skal vera keilulaga og úr stífu efni, grænu að lit. Þá skal hattur vera minnst 40 cm. á hæð, en breidd hattar fer eftir höfuðlagi viðkomandi forseta.

7. grein

Aðalfundur ákveður árgjald og annargjald félagsmeðlima hverju sinni. Það skal innheimta fyrir lok október á haustönn og fyrir lok febrúar á vorönn.

8. grein

Aðalfundur skal haldinn í apríl ár hvert og skal hann auglýstur opinberlega með minnst fimm daga fyrirvara.

9. grein

Dagskrá aðalfundar skal vera:

1) skýrsla stjórnar;

2) lagðir fram endurskoðaðir reikningar;

3) umræður um skýrslu og reikninga;

4) lagabreytingar ef einhverjar eru;

5) kosningar

a) stjórnar;

b) aðrar kosningar ef einhverjar eru;

6) ákvörðun um félagsgjald;

7) önnur mál;

8) innsetning stjórnar;

Fráfarandi forseti stýrir fundi eða tilnefnir sérstakan fundarstjóra og tilnefnir fundarritara. Í

lok fundarins skal fráfarandi forseti afhenda nýkjörinni stjórn kjörgripi félagsins, hornið

Grím og Dauðaskelina, en þeim skal sýnd tilhlýðileg virðing.

10. grein

Stjórnin skal kveðja til almenns félagsfundar ef minnst fimmtungur félagsmeðlima æskir þess.

11. grein

Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi með samþykkt meirihluta fundargesta.

Aðalfundur er aðeins löglegur, ef löglega er til hans boðað.

12. grein

Lög þessi öðlast þegar gildi og falla jafnframt dauð og ómerk öll eldri lög félagsins.