Enn er laust
Haldið endilega áfram að skrá ykkur því að þá fariði efst á biðlista. Ef einhver hættir við þá verðið látin vita ef þið komist með.
Næsta föstudag verður farið í vísindaferð í Arion banka en það er ein af stærstu vísindaferðunum okkar á þessari önn.
Mæting í Borgartún 19 kl 17.00. Í ljósi þess að það eru merk tímamót í gangi þá ætlum við að mæta í hrekkjavökubúningum og hafa meira gaman fram eftir kvöldi.
Eftir vísindaferðina ætlum við að fá okkur snæðing á Hamborgarafabrikkunni þar sem veitt verða verðlaun fyrir besta búninginn og eftir að við verðum södd og sæl þá mun Fabrikkubíllinn skutla okkur rakleiðis niðrí bæ þar sem við ætlum að sletta út klaufunum.
Þess vegna verður þessi skráning í tvennu lagi, annars vegar í vísindaferðina og hinsvegar í snæðinginn.
Dæmi: Ég vil skrá mig í vísindaferð og í snæðinginn.
Haldið áfram að skrá ykkur því að við fengum fleiri sæti
Skynsamleg atriði til að hafa í huga.
Vera í búning fyrir merku tímamótin.
Koma með pening fyrir snæðinginn.
Góða skapið er nauðsyn í farateskinu.
Ef fólk kemst í vísindaferðina en vill ekki koma í snæðinginn þá skráir það sig svona
– Ég vil bara skrá mig í vísó.
Ef fólk kemst ekki í vísindaferðina en vill komast í snæðinginn þá skráir það sig svona
– Ég vil skrá mig í snæðing.
Svo ætlum við öll að hittast á Zimsen og verða hnetuóð