Haustferð – mikilvægt!

Sælir Mímrar! Hér koma mikilvægar upplýsingar um haustferðina:

1) Nú er komið á hreint að ferðin mun kosta 2500 kr. fyrir skráða Mímra og 4000 kr. fyrir þá sem ekki eru í félaginu. Hægt er að millifæra á reikningsnúmerið 0137-26-011062, kennitala 610174-4269. Ef einhver vill nota reiðufé er hægt að hafa samband við stjórnarmeðlimi.

2) Við minnum á að til að skrá sig þarf að senda tölvupóst á netfangið mimirhi@gmail.com. Frestur til að skrá sig og greiða fyrir ferðina er miðvikudagurinn 25. október en við hvetjum ykkur til að senda okkur póst sem allra fyrst ef þið eruð ákveðin í að fara. Þá getum við áætlað bílamál og fleira.

3) Dagskráin er óðum að taka á sig mynd. Lagt verður af stað kl. 14 úr Árnagarði föstudaginn 3. nóvember og við gerum ráð fyrir að koma í Reykholt upp úr 16. Þar tekur enginn annar en GEIR WAAGE á móti okkur og leiðir okkur um svæðið. Að því loknu gefst okkur kostur á að skoða sýninguna í Snorrastofu. Eftir heimsóknina í Reykholt höldum við svo til móts við sveitasæluna á Hvanneyri.

Að þessu sögðu höfum við ekkert meira að segja en að SPENNAN MAGNAST.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.