Dagur íslenskrar tungu – fögnum saman!

ATH.!
Mímrar fengu þann heiður að sjá um smellispjall (e. snapchat) Háskóla Íslands í dag!

“Haskolasnappid”
Endilega fylgist með!

Nú er komið að einum merkasta viðburði skólaársins – degi íslenskrar tungu!!!

Hér má sjá hátíðardagskrá Mímis, en hún fer fram í VR-II (Hjarðarhaga 6), stofu 158 og stendur frá 17:00 – 19:00. Léttar veitingar verða í boði og allir eru hjartanlega velkomnir.

Dagskrá:

Karítas Hrundar Pálsdóttir: „Íslenska og japanska: Um málfræðikennslu íslensku og japönsku sem annars máls á Íslandi og í Japan“

Anna Steinunn Ingólfsdóttir og Egill Sigurður Friðbjarnarson: „Ástkæra, ylhýra málið og allri rödd fegra!“ – Kynning á forriti sem býður upp á nútímalega íslenskukennslu

Kött Grá Pje, ljóðskáld, les úr verkum sínum

-Hlé-

Guðrún Steinþórsdóttir: „Ætlar þessum frásögnum aldrei að ljúka?“

Gunnlaugur Bjarnason: „Færeysk Fjölnisstafsetning – Um ritmál Jakobs Jakobsens og lýðræði í máli“

Jónas Reynir Gunnarsson, rithöfundur, les úr verkum sínum

Svavar Knútur – Tónlistaratriði

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.