Aukaaðalfundur Mímis

Miðvikudaginn næsta verður haldinn aukaaðalfundur Mímis.

Kosið verður í eftirfarandi stöður:

– Nýnemafulltrúa (1)
Nýnemafulltrúinn kemur inn sem nýr nemandi í stjórn Mímis og verður n.k. tengiliður nýnema við eldri nemendur.

– Fulltrúa í Veritas (1)
Þessi fulltrúi er deildarfulltrúi. Hann mun þurfa að sækja nokkra deildarfundi sem er afar mikilvægt að Mímir hafi fulltrúa á.

– Rannsóknar- og Mímisþingsnefnd (3)
Þessi nefnd sér um tvo meginviðburði en þeir eru dagur íslenskrar tungu og Mímisþing. Starfið felur að mestu í sér skipulagningu og að fá fólk til þess að halda fyrirlestra á báðum viðburðum. Á degi íslenskrar tungu (16. nóvember) er hefð fyrir bæði fræðandi og skemmtilegri dagskrá með fyrirlestrum og skemmtiatriðum frá ýmsu fólki. Á Mímisþingi fá nemendur tækifæri til þess að halda fyrirlestra um fræðileg málefni.

– Ritnefnd Mímis (5)
Gefið verður út blað í vor, en það verður jafnframt 52. árgangur Mímis. Nemendur geta búið námsritgerðir (sérstaklega lokaritgerðir) til útgáfu og einnig getur blaðið verið t.d. vettvangur fyrir skapandi nemendur til þess að koma á framfæri ljóðum eða smásögum.

Ef þið hafið áhuga á að bjóða ykkur fram megið þið senda tölvupóst á mimir@hi.is og tilgreina hvaða embætti þið hafið áhuga á.

Fundurinn verður haldinn í Árnagarði miðvikudaginn 25. sept kl. 19.30 (nánar um staðsetningu kemur fram eftir helgi). Atkvæðisrétt hafa félagar í Mími.

Fundurinn verður ekki langur og við ætlum bara að hafa þetta kósý. Síðan er tilvalið að kíkja í Stúdentakjallarann eftir á og fagna :)

Vonum að við sjáum ykkur sem flest og ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband í tölvupósti eða á Facebook.

xoxo
Stjórnin

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.