Árshátíð Mímis

Fyrir þá sem skoða aldrei HÍ-póstinn sinn:

Kæru Mímrar og aðrir íslensku- og málvísindanemar!

Nú líður senn að árshátíðinni okkar og undirbúningur er á fullu. Fyrsta mál á dagskrá er því:

Takið frá laugardagskvöldið 5. apríl! 

Það er ekki seinna vænna að auglýsa eftir skemmtanaglöðum nemum til þess að taka þátt í framkvæmd árshátíðarinnar (lesist: sjálfrar hamingjunnar) með okkur! Nánari upplýsingar um stund, stað, verð og skráningu koma á netið um miðja næstu viku.

-Minni karla og kvenna-
Okkur vantar efnilega ræðumenn til þess að flytja minni kvenna og minni karla. Þeir sem hafa áhuga á því sendi endilega póst sem fyrst á mimir@hi.is og setjist síðan við skrif!

-Silfurskeið Mímis-
Nýnemar athugið! Hefð er fyrir því að veita eldri nemanda svokallaða Silfurskeið Mímis. Til þess að hljóta þann titil þarf viðkomandi að vera einhver sem nýnemar líta upp til og sem hefur jafnvel aðstoðað nýnema á sviði náms eða félagslífs. Tilnefningar berist á mimir@hi.is.

-Skemmtiatriði-
Við erum einnig mjög hlynnt skemmtiatriðum hvers konar, en viljum gjarnan fá tilkynningu um slíkar uppákomur sömuleiðis á mimir@hi.is.

-Vítanefnd-
Vítanefnd hefur verið skipuð og hún er með eyru, augu og fálmara allsstaðar. Það þýðir því lítið að flíka nýju þolmyndinni, sofna í tíma, mæta seint, ruglast á Jónasi og Hallgrími eða gerast sekur um eignarfallsflótta. Ábendingar um vítaverða hegðun nemenda berist með tölvupósti til meðlima vítanefndar:

Hildur Hafsteinsdóttir – hih35@hi.is
Margrét Ragna Þórarinsdóttir – mth51@hi.is
Gunnar Óli Dagmararson- god2@hi.is
Vít Opravil- vio10@hi.is

Refsingin fyrir vítavert athæfi verður, eins og venjan er, í formi brennivíns.

-Samsæti Mímis-
Til þess að gera árshátíðina sem veglegasta (og sem ódýrasta!) ætlum við að halda Samsæti Mímis í Árnagarði annað kvöld kl. 19! Nánari upplýsingar um það má finna á heimasíðu Mímis (nemendafelog.hi.is/mimir) eða á

https://www.facebook.com/events/1450053125225228/?context=create

Mætið og takið vini ykkar með – og fáið árshátíðina á betra verði (plús, það verður megstuð)!

Bestu kveðjur,
stjórn Mímis – sem er í sannkölluðu hátíðarskapi þessa dagana!

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.