Þann 10. mars næstkomandi verður árshátíð Mímis haldin í húsi Sjálfsbjargar í Hátúni 12.
Árshátíðin er stórkostlegur viðburður og mælir stjórn Mímis því eindregið með því að hver og einn einasti Mímri mæti.
Dagskráin verður glæsileg í ár sem önnur ár. Þar verða fastir liðir eins og venjulega; minni karla og kvenna, ávítur, úthlutun silfurskeiðarinnar, heiðursgestur og ýmislegt fleira.
Húsið opnar klukkan 18:00 með fordrykk og borðhald hefst svo stundvíslega klukkan 19:00.
Verð fyrir Mímra er 5000 kr.
Verð fyrir aðra er 6500 kr.
Innifalið í verðinu eru veitingar, aðalréttur og eftirréttur, og drykkir, áfengir jafnt sem óáfengir..
ATHUGIÐ!
Ef einhverjar sérþarfir eru varðandi mat (óþol, ofnæmi, grænmetisfæði o.s.frv.) skal senda póst á mimirhi@gmail.com.
Hægt verður að leggja inn á reikning nemendafélagsins :
Rkn: 0137-26-011062
Kt: 610174-4269
Ef fólk kýs að borga heldur með peningum er því bent á að hafa samband við stjórnarmeðlimi.