Sælir Mímrar!
Í þessari viku verður hvort tveggja haldinn aðalfundur og kynning á MA-námi í íslensku!
Aðalfundur Mímis verður haldinn í stofu 106 í Odda á fimmtudaginn, þann 12. apríl, kl. 18. Meðal annars verður kosið í nýja stjórn. Matur og veigar í boði!
Meistaranámskynningin verður hins vegar haldin í stofu 301 í Árnagarði þriðjudaginn 10. apríl kl. 17. Þar munu íslenskukennarar kynna námsleiðir í MA-námi í íslensku.
Hvetjum alla til að mæta á báða viðburði!