Ritnefnd Mímis kveðin upp

Mímir hefur ákveðið að skipa Ritnefnd Mímis sem mun gefa út efni nemenda og miðla menningu.

Við ætlum að einblína á það að miðla efni sem nemendur hafa búið til og að koma því á hlaðvarpsform, þannig að greinin er lesinn upp og svo mögulega kemur umræða við höfund um greinina eftir á.

Ef fólk hefur áhuga á að byrja með hlaðvarpsþátt tengdan hugvísindum, spjallþátt til dæmis, þá má endilega hafa sambandi við okkur og við getum örugglega fundið eitthvað út úr því. (Skoðanabræður Mímis!?)

Ritnefnd skipa Valgerður María Þorsteinsdóttir, nemi á 2. ári í Íslensku og Bjarki Gunnarsson, nemi á 1. ári í Stærðfræði.

Birt í Ritnefnd

Aðalfundur og kynning á MA-námi

Sælir Mímrar!

Í þessari viku verður hvort tveggja haldinn aðalfundur og kynning á MA-námi í íslensku!

Aðalfundur Mímis verður haldinn í stofu 106 í Odda á fimmtudaginn, þann 12. apríl, kl. 18.   Meðal annars verður kosið í nýja stjórn. Matur og veigar í boði!

Meistaranámskynningin verður hins vegar haldin í stofu 301 í Árnagarði þriðjudaginn 10. apríl kl. 17. Þar munu íslenskukennarar kynna námsleiðir í MA-námi í íslensku.

Hvetjum alla til að mæta á báða viðburði!

Birt í Uncategorized

Vísindaferð í BHM

Bandalag háskólamanna býður Mímrum í heimsókn núna á föstudaginn kl. 17. Léttar veitingar í boði og gaman og fróðlegt að kynnast verðandi stéttarfélagi sínu!
Skráning er hér að ofan undir viðburðir eða á facebooksíðu Mímis.
15 sæti í boði!

Birt í Uncategorized

Vísó í Viðreisn og Kraptakvöld

Það er spennandi föstudagur framundan hjá Mímrum! Við byrjum á að dúndra okkur í vísó hjá Viðreisn þar sem við getum spurt frjálslynda evrópusinnaða kapítalista spjörunum úr og drukkið bjór á meðan! Eftir það verður förinni heitið á Kraptakvöldið!!

„Föstudaginn 20. mars verður árlegt Kraptakvöld haldið í Stúdentakjallaranum kl. 19!

Fyrsta kraptakvöldið var haldið veturinn 1975-76 fyrir alla þá skemmtikrapta í íslenskunni sem vildu láta ljós sitt skína. Í seinni tíð varð skemmtunin að hæfileikakeppni en í ár taka félögin Mímir, Fróði og Torfhildur þátt. Nemendafélögin munu keppa í pub quiz og öðrum leikum en frír bjór verður í boði meðan birgðir endast.

Meðlimir Mímis, Fróða og Torfhildar borga 500 kr. aðgangsverð en aðrir fylgifiskar 1000 kr.“

Mímir mun standa uppi sem sigurvegari í þetta skiptið! Komasoooo!

Við erum með nóg af sætum í vísó en endilega skráið ykkur á facebook eða hér að neðan. Hún verður haldin í Ármúla 42 kl. 17.

Skráðir:

1. Atli Snær
2. Bolli
3. Íris
4. Ingi
5. Oddur
6. Hringur
7. Birgitta
8. Sigurður Ingi
9. Sigga
10. Hrútur

Birt í Vísindaferðir

CCEP

Coca Cola European Partners AKA gamla góða Vífilfell!
Sum ykkar fengu smjörþefinn af þessari góðu skemmtun sem þeir bjóða upp á um daginn en nú er komið að persónulegu boði! Ferðin verður á föstudaginn næsta, 2. mars, klukkan 17:00 og fáum við heil 20 sæti! Þetta verður frábært partý svo sætin munu rjúka út.
Skráning fer fram undir viðburðir hér að ofan á morgun, þriðjudag, klukkan 12:15.
CCEP er í Ægisgarði á Eyjaslóð 5

Skráðir:

1. Hedda
2. Atli Snær
3. Hinrik
4. Sólveig Hrönn
5. Oddur
6. Ingibjörg
7. Hringur

Birt í Vísindaferðir

Vísindaferð í Ríkisútvarpið á föstudaginn

Okkur er boðið að koma í RUV klukkan 16 föstudaginn 23. feb! Þetta er einstakt tækifæri því það er Anna Sigríður, sjálfur Málfarsráðunautur, sem tekur á móti okkur klukkan 16! Að því loknu fáum við leiðsögn um húsið og fleira skemmtilegt.
Tilvalið til að hita upp fyrir Mímisþing sem er á laugardaginn!!
Skráning fer fram undir “viðburðir” hér að ofan í kvöld klukkan 20! 20 sæti í boði!

Skráðir:

1. Sigga Kristín
2. Sólveig Hrönn
3. Karel
4. Signý Rut
5. Bolli
6. Gunnar Thor
7. Oddur
8. Kristín Nanna
9. Sólveig María
10. Marta María
11. Bryndís Bergþórs
12. Ingi
13. Ingibjörg

Birt í Uncategorized