Stjórnarskipti

Kæru vinir og tungumálaunnendur!

Þann 13. apríl síðastliðinn var haldinn aðalfundur og kosið var í nýja stjórn. Þá var próflokafögnuður haldinn þann 11. maí og fóru fram stjórnarskipti þar sem ný stjórn tók við keflinu. Við í nýju stjórninni þökkum þeirri gömlu sem og ykkur kærlega fyrir frábæran vetur og hlökkum til næsta veturs!

Nýja stjórn skipa Dagrún Linda (formaður), Beinir (varaformaður), Sigfús Haukur (gjaldkeri) og Selma Dís (viðburðafulltrúi), laust eru stöður upplýsingafulltrúa og fulltrúa enskunema.

Mælum með að fylgjast vel með hér og hér

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.