GLEÐILEGT NÝTT ÁR!

Gleðilegt nýtt ár!

Í gær var fyrsti stjórnarfundur Linguae á árinu þar sem rennt var yfir vorönnina. Það verður nóg um að vera hjá okkur þessa önnina og er fyrsti viðburðurinn næsta fimmtudag, 19.janúar. En þá munum við í samstarfi við nemendafélögin Fróði og Homo standa fyrir Hinsegin fræðslu. Þessi viðburður mun vera frá 18:30-21:00 í stofu 101 í Odda.
Síðan er nú vert að minnast á Norðurferðina sem er helgina 27-29.janúar en þegar þetta er skrifað þá eru einungis tvo sæti laus. Meiri upplýsingar má finna á Facebook hóp Linguae. Café Lingua verður með tvo viðburði á Stúdentakjallaranum, 16.febrúar og 6.apríl. En þetta er kjörið tækifæri fyrir tungumálanema að mæta og æfa sig í því tungumáli sem viðkomandi er að læra. Viðburðirnir verða auglýstir með góðum fyrirvara hér og inn á öllum helstu samfélagsmiðlum okkar.

Hlökkum til að hitta ykkur öll aftur!

-Stjórnin

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.