Norðurferð og Café Lingua

Hæ kæru vinir!

Núna eru síðustu kennsludagarnir að renna upp og prófatörnin að fara bresta á. Um leið og við í stjórn Linguae óskum ykkur góðs gengis í prófunum þá viljum við minna á ferð okkar til Akureyrar með nemendafélögunum Homo og Fróða (mannfræði og sagnfræði).
Enn eru nokkur laus sæti í ferðina en nú fer hver að verða síðastur. Skráning fer fram hér .
Um leið og fyllist þá mun hefjast skráning á biðlista þannig það er ekki öll von úti 🙂

Allar upplýsingar um kostnað og dagskrá er að finna inn á Facebook hóp Linguae

15037116_10155488738594502_4106977924283963364_n

Einnig viljum við nýta tækifærið og minna á stórskemmtilegan viðburð núna á fimmtudaginn en þá verður Café Lingua haldið á Stúdentakjallaranum.

-Stjórnin

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.