Næstu dagar…

Október er svo sannarlega viðburðaríkur hjá okkur í Linguae. Það er hellingur af vísindaferðum á næstu vikum auk annarra fræðandi viðburða.
Í dag klukkan 15:00 mun fara fram fyrirlestur um mállýskur í Danmörku. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 101 í Árnagarði og er frá 15:00-16:30. Það eru allir velkomnir og við hvetjum auðvitað alla áhugasama til að mæta!

Á fimmtudaginn er síðan komið að fyrsta Café Lingua viðburði ársins. Viðburðurinn er frá 16:30-18:00 og þar gefst íslenskum og erlendum nemendum Háskóla Íslands, sem og öllum öðrum sem hafa áhuga á tungumálum, tækifæri til að koma, tala saman og æfa sig í tungumáli að eigin vali.

Á föstudaginn er okkur síðan boðið í Vísindaferð hjá Vinstri Grænum en frekari upplýsingar um sætafjölda og annað mun birtast á Facebook hóp Linguae í kvöld.

Við hvetjum ykkur síðan til þess að fylgjast vel með okkur hér á síðunni sem og á Facebook en þar birtum við reglulega upplýsingar um viðburði 🙂

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.