Skráning í Vísó hjá Pírötum

Í hádeginu á morgun kl. 12 munum við birta viðburð á Facebook hóp Linguae þar sem skráning mun fara fram í Vísindaferð hjá Pírötum. Vísindaferðin er næsta föstudag frá kl. 17-19 að Fiskislóð 31, 101 Reykjavík, höfuðstöðvum Pírata. Vísindaferðin er frábær upphitun fyrir Októberfest.
Til þess að skrá sig þarf að haka við ‘Going’ á viðburðinn OG kommenta undir ‘Ég mæti’. Skráðir meðlimir Linguae hafa forgang í vísindaferðir og eru takmörkuð sæti í boði.
Eftir vísindaferðina munum við í Linguae og BOG síðan mæta galvösk á Stúdentakjallarann í Fyrirpartý Vöku og síðan OKTÓBERFEST!

Erum ótrúlega spennt og hlökkum til að sjá ykkur öll.

-Stjórnin

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.