Skráning er hafin í Linguae!

Góðan dag, öll sömul!

Vonandi hefur ekki farið framhjá neinum að dagskrá vetrarins er hafin hjá Linguae, nýstofnuðu félagi tungumálanema við Háskóla Íslands. Nýnemakvöldið heppnaðist vel og næsta föstudag, 11. september, förum við í fyrstu vísindaferð vetrarins, en hún verður hjá Pírötum. En það er nóg framundan. Meðal annars ætlum við að bjóða upp á kvikmyndakvöld með tungumálaþema, pub quiz og fleiri vísindaferðir, að ógleymdri stórglæsilegri árshátíð.

Til þess að geta staðið fyrir kostnaði á komandi viðburðum þurfum við að innheimta félagsgjöld. Þau eru 4000 kr. og leggjast inn á eftirfarandi reikning:

Kennitala: 610715-2060
Reikningsnúmer: 0301-26-006673

Með því að greiða félagsgjöldin hlotnast margskonar fríðindi. Félagsmenn fá skírteini þar sem fram koma afslættir hjá ýmsum fyrirtækjum sem eiga í samstarfi við Linguae. Auk þess fá félagsmenn forgang á viðburði með takmarkaðan sætafjölda (s.s. vísindaferðir) og árshátíðarmiða á lækkuðu verði. Því fleiri sem skrá sig í félagið því glæsilegri viðburði getum við haldið. Það er því til mikils að vinna þegar félagsgjöldin eru greidd.

Frestur til að skrá sig í félagið er til 25. september. Munið eftir því að senda fullt nafn í skýringu á netfangið stjorn.linguae@gmail.com.

Við hvetjum ykkur eindregið til þess að fylgjast með Linguae á facebook, en þar munum við koma til með að setja inn viðburði og fréttir af starfsemi félagsins.

Hlökkum til þess að eiga með ykkur glimrandi gott skólaár með skemmtilegum viðburðum og almennu stuði.

Bestu kveðjur,
Stjórnin
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.