Stjórnarskipti

Kæru tungumálaunnendur,

Á auka-aðalfundi þann 15. nóvember 2021 var formlega kosið nýja stjórn. Hún Áslaug Hrefna Thorlacius tók við embætti forseta og bráðabirgða gjaldkera, Aðalsteinn Sigmarsson tók við embætti upplýsingafulltrúa, Agnar Óli Snorrason tók við embætti viðburðastjóra, Steinunn Kristín Guðnadóttir tók við embætti fulltrúa enskunema og Guðríður Halíma Essabiani tók við embætti nýnemafulltrúa. Einnig tók Símon Birgir Stefánsson að sér hultverki hagsmunafulltrúa og varaforseta.

Enn er laust í stöðu gjaldkera. Áhugasamir geta haft samband við stjorn.linguae@gmail.com.

Við þökkum fyrri stjórn fyrir sitt stjórnarráð meðan erfiðar aðstæðna árið 2021. Við tökum við stjórn LINGUAE af fullum krafti. Árið 2022 verður ár LINGUAE!

Birt í Uncategorized

Fullskipuð Stjórn

Kæru tungumálaunnendur,

26. Mars þessa árs var formlega kosið nýja stjórn. Stjórnarskipti eru alltaf tilfinningarík tímamót hjá Linguae. Alltaf er erfitt að kveðja góða stjórnarmeðlimi, en aftur á móti er sönn gleði að taka á móti þeim nýju. Við þökkum fyrri stjórn fyrir frábært stjórnarár og bíðum spennt eftir öðru æðislegu stjórnarári.

Nýja stjórnin samanstendur af Rebekku Lind Ívardóttur Wiium (formaður), Eimantas Misiunas (gjaldkeri og hagsmunafulltrúi), Hallbergi Brynjar Guðmundssyni (viðburðarstjóri), Birtu Rós Sigurðardóttur (upplýsingafulltrúi) og Snorra Sigurðssyni (fulltrúi enskunema og hagsmunafulltrúi).

Þann 10. September þessa árs var svo auka aðalfundur þar sem kosið var í stöðu nýnemafulltrúa og var það Magnús Orri Aðalsteinsson sem fékk þá stöðu.

 

Birt í Uncategorized

Fullskipuð stjórn

Kæru tungumálaunnendur,

Á auka-aðalfundi þann 17. September 2019 voru kosnir tveir nýjir stjórnarmeðlimir í Linguae. Hún Jóhanna Kristín Sigurðardóttir tók við hlutverki viburðarastjóra og Lena Rún Frostadóttir tók við hlutverki nýnemafulltrúa. Núna er stjórnin fullaskipuð, og erum við mjög spennt fyrir stjórnar árinu.

Birt í Uncategorized

Stjórnarskipti


Kæru tungumálaunnendur,

11. Apríl þessa árs var formlega kosið nýja stjórn. Stjórnarskipti eru alltaf tilfinningarík tímamót hjá Linguae. Alltaf er erfitt að kveðja góða stjórnarmeðlimi, en aftur á móti er sönn gleði að taka á móti þeim nýju. Við þökkum fyrri stjórn fyrir frábært stjórnarár og bíðum spennt eftir öðru æðislegu stjórnarári.

Nýja stjórnin samanstendur af Selmu Dís Hauksdóttur (formaður), Sigfúsi Hauki Sigfússyni (gjaldkeri), Rebekku Lind Ívarsdóttur Wiium (upplýsingafulltrúi) og Ísabellu Alexöndru Óskarsdóttur (fulltrúi enskunema).

Enn er laust í stöðu nýnemafulltrúa og viðburðarfulltrúa. Áhugasamir geta haft samband.

Við mælum með að fylgjast með Facebook síðu okkar og Instagram síðu okkar til að fylgjast með nýjum fréttum og uppákomum hjá Lingue 🙂

Birt í Uncategorized

Stjórnarskipti

Kæru vinir og tungumálaunnendur!

Þann 13. apríl síðastliðinn var haldinn aðalfundur og kosið var í nýja stjórn. Þá var próflokafögnuður haldinn þann 11. maí og fóru fram stjórnarskipti þar sem ný stjórn tók við keflinu. Við í nýju stjórninni þökkum þeirri gömlu sem og ykkur kærlega fyrir frábæran vetur og hlökkum til næsta veturs!

Nýja stjórn skipa Dagrún Linda (formaður), Beinir (varaformaður), Sigfús Haukur (gjaldkeri) og Selma Dís (viðburðafulltrúi), laust eru stöður upplýsingafulltrúa og fulltrúa enskunema.

Mælum með að fylgjast vel með hér og hér

Birt í Uncategorized

Stjórnarskipti!

Kæru vinir og tungumálaunnendur!

Í gærkvöldi fóru fram formleg stjórnarskipti þar sem ný stjórn tók við keflinu.
Við í gömlu stjórninni þökkum ykkur kærlega fyrir frábæran vetur og óskum nýrri stjórn alls hins besta!

Gangi ykkur ótrúlega vel í prófunum og við sjáumst hress og kát á próflokafögnuði Linguae (auglýst síðar)
Hvet ykkur öll til að fylgjast vel með hér og hér

Þangað til næst!

Birt í Uncategorized

ÁRSHÁTÍÐ // YEARLY HIGHTIDE

4.MARS – TAKIÐ KVÖLDIÐ FRÁ!

Kæru tungumálanemar,

Árshátíð Linguae verður haldin hátíðleg þann 4.mars næstkomandi. Hún verður haldin í sal Árbæjarsafns og mun hún hefjast kl. 19:00
Nánari upplýsingar eru væntanlegar en lofum við góðum veitingum og frábærri skemmtun.

Við óskum eftir nokkrum einstaklingum í árshátíðarnefnd sem eru tilbúnir að hjálpa til við skreytingar og skipulag 🙂
Áhugasamir mega endilega senda okkur skilaboð hér á Facebook eða á emaili : stjorn.linguae@gmail.com

Birt í Uncategorized

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!

Gleðilegt nýtt ár!

Í gær var fyrsti stjórnarfundur Linguae á árinu þar sem rennt var yfir vorönnina. Það verður nóg um að vera hjá okkur þessa önnina og er fyrsti viðburðurinn næsta fimmtudag, 19.janúar. En þá munum við í samstarfi við nemendafélögin Fróði og Homo standa fyrir Hinsegin fræðslu. Þessi viðburður mun vera frá 18:30-21:00 í stofu 101 í Odda.
Síðan er nú vert að minnast á Norðurferðina sem er helgina 27-29.janúar en þegar þetta er skrifað þá eru einungis tvo sæti laus. Meiri upplýsingar má finna á Facebook hóp Linguae. Café Lingua verður með tvo viðburði á Stúdentakjallaranum, 16.febrúar og 6.apríl. En þetta er kjörið tækifæri fyrir tungumálanema að mæta og æfa sig í því tungumáli sem viðkomandi er að læra. Viðburðirnir verða auglýstir með góðum fyrirvara hér og inn á öllum helstu samfélagsmiðlum okkar.

Hlökkum til að hitta ykkur öll aftur!

-Stjórnin

Birt í Uncategorized

Norðurferð og Café Lingua

Hæ kæru vinir!

Núna eru síðustu kennsludagarnir að renna upp og prófatörnin að fara bresta á. Um leið og við í stjórn Linguae óskum ykkur góðs gengis í prófunum þá viljum við minna á ferð okkar til Akureyrar með nemendafélögunum Homo og Fróða (mannfræði og sagnfræði).
Enn eru nokkur laus sæti í ferðina en nú fer hver að verða síðastur. Skráning fer fram hér .
Um leið og fyllist þá mun hefjast skráning á biðlista þannig það er ekki öll von úti 🙂

Allar upplýsingar um kostnað og dagskrá er að finna inn á Facebook hóp Linguae

15037116_10155488738594502_4106977924283963364_n

Einnig viljum við nýta tækifærið og minna á stórskemmtilegan viðburð núna á fimmtudaginn en þá verður Café Lingua haldið á Stúdentakjallaranum.

-Stjórnin

Birt í Uncategorized

Næstu dagar…

Október er svo sannarlega viðburðaríkur hjá okkur í Linguae. Það er hellingur af vísindaferðum á næstu vikum auk annarra fræðandi viðburða.
Í dag klukkan 15:00 mun fara fram fyrirlestur um mállýskur í Danmörku. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 101 í Árnagarði og er frá 15:00-16:30. Það eru allir velkomnir og við hvetjum auðvitað alla áhugasama til að mæta!

Á fimmtudaginn er síðan komið að fyrsta Café Lingua viðburði ársins. Viðburðurinn er frá 16:30-18:00 og þar gefst íslenskum og erlendum nemendum Háskóla Íslands, sem og öllum öðrum sem hafa áhuga á tungumálum, tækifæri til að koma, tala saman og æfa sig í tungumáli að eigin vali.

Á föstudaginn er okkur síðan boðið í Vísindaferð hjá Vinstri Grænum en frekari upplýsingar um sætafjölda og annað mun birtast á Facebook hóp Linguae í kvöld.

Við hvetjum ykkur síðan til þess að fylgjast vel með okkur hér á síðunni sem og á Facebook en þar birtum við reglulega upplýsingar um viðburði 🙂

Birt í Uncategorized