Vísó á Stofuna!

Farið verður í vísindaferð á Fornleifafræðistofuna, Ægisgötu 10, föstudaginn þann 24. janúar. Skráningu í ferðina lauk í gær þann 20. janúar og verður vel mætt og gaman. Vei! Kuml biðst afsökunar á því að hafa ekki sett inn auglýsingu á vefsíðuna fyrr en sökum þess er öðrum áhugasömum fornleifafræðingum boðið að hafa samband við kuml@hi.is og við getum athugað hvort möguleiki sé á að bæta við í hópinn.

Vísindaferðin hefst kl. 20.00

Hlökkum til að sjá ykkur,

Kuml.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Uppfærsla

Fyrir þá sem hafa áhuga hafa upplýsingar um fornleifafræðinám verið uppfærðar hér á vefsíðu Kumls. Þær hafa verið betur lagaðar að þeim spurningar sem hugsanlegir nýnemar gætu haft um námið og nokkrum myndum skellt inn með.

 

Kv,

Kuml :*

Posted in Fréttir | Leave a comment

Vísindaferð í Arion Banka

Juhhú!

Nú ætlum við að kíkja í Borgartúnið í Arion Banka kl. 5-7 þann 17.janúar 2014 og kynna okkur starfsemina sem fer fram það. Eftir það ætlum við að kíkja í börger eða eitthvað annað smjatt og kíkja kannski í eitthvað kósí teiti.

Æði, sjáumst sem flest!

Endilega staðfestið á faceboook eventinu eða sendið póst á kuml@hi.is

https://www.facebook.com/events/1391904044396770/?notif_t=group_mall_plan

Kv,

Kuml

Posted in Fréttir | Leave a comment

Próflokadjamm!

Sælinú. Próflokadjamm Kumls fös 13. desember. Skyldumæting! Eitthvað verður af bjór á svæðinu en endilega komið með ykkar eigið til þess að óhófleg drykkja verði sem mest. Allir Kumlingjar velkomnir!
Við ætlum að vera heima hjá Jónasi að þessu sinni, rifja upp gamla hefð frá því í fyrra. Inga María mun halda uppi fjörinu með gítarleik og söng og Hermann verður með spilagaldur. Halli var líka að tala um að mæta með beikonkökuna sína frægu.
Pítsa verður í boði – endilega látið vita ef og hvað þið viljið svo við getum gert ráð fyrir fjölda.
Mæting er upp úr 7. Pítsur pantaðar hálf átta á ca 500 kall á haus svo best að mæta snemma til að hafa áhrif á pantendur og ná bjór. Hann klárast venjulega á um það bil 40 mínútum.

https://www.facebook.com/events/1401297353446543/?ref_dashboard_filter=upcoming

Hlakka til að sjá ykkur!
Knus og kram,
Kuml.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Vísó Skvísó!

Næsta föstudag munum við fara í heimsókn til Skjásins. Þar munum við fræðast um starfsemi þeirra, ganga um stúdíóið, skoða húsið og horfa á skemmtilegan trailer um efni stöðvarinnar. Veitingar verða í boði og er það mikilvægt að allir koma með góða skapið með sér…..

Vísindaferðin er frá 17-19 í Skipholti 31.

Eftir vísindaferðina ætlum við að kíkja í bæinn og taka þátt í J-deginum sem er haldinn ár hvert til þess að fagna komu Tuborg Jólabjórsins. Byrjað verður kl 20:59 á Lebowski bar, sungið fyrir utan og svo gengið niður Laugaveginn og
sölustaðir Tuborg jólabjórs heimsóttir og bjórnum fagnað.

Endilega skoðið facebook síðuna hér að neðan. https://www.facebook.com/events/231593310331957/

Hlökkum til að sjá sem flesta því þetta verður geggjað mikið stuuuð!!!!!!

Posted in Fréttir | Leave a comment

HALLÓ VÍN

Sjúbbídú!

Föstudaginn 25. október ætla félagsfræðin, félagsráðgjöfin, mannfræðin, þjóðfræðin og fornleifafræðin að slá sér saman og halda RISA Halloween party!!!

Miðasala fyrir félagsmenn byrjar þriðjudaginn 22. október milli 12-15 á annarri hæð í Odda og á miðvikudeginum á sama tíma.
Það verður ekki posi á staðnum en það er hraðbanki á fyrstu hæð. Miðaverð er 1000 kr. fyrir félagsmenn en 1500 kr. fyrir aðra. Við tökum ekki frá miða!!

ATH. Það er takmarkaður miðafjöldi!!

Ef að einhverjir miðar standa eftir verður sala á þeim á fimmtudeginum fyrir aðila utan nemendafélaganna á sama stað og sama tíma.

Það verður smá hressing í boði nemendafélaganna á meðan birgðir endast en bring your own booze!!

Vegleg verðlaun verða í boði fyrir flottustu og frumlegustu búningana:-)

Posted in Fréttir | Leave a comment

AÐALFUNDUR!!!

Kæru félagar

Þann 18. apríl KL 20:00 verður haldin aðalfundur Kuml heima hjá Kristínu að Eggertsgötu 26, íbúð 206.

Á aðalfundi er farið yfir eftirtalda hluti
a) skýrsla stjórnar;
b) lagðir fram endurskoðaðir reikningar;
c) umræður um skýrslu og reikninga;
d) lagabreytingar ef einhverjar eru;
e) kosningar stjórnar og aðrar kosningar ef einhverjar eru;
f) önnur mál;
h) innsetning stjórnar;

Svo er það sem skiptir mestu máli að það er kosin ný stjórn Kuml fyrir
skólaárið 2013-2014. Kjósa þarf í eftirtaldar stöður:

Formann félagsins
Varaformaður
Gjaldkeri
Ritari/vefstjóri
Varamaður
Deildarfulltrúi
Deildarráðsfulltrúi
Nemendafulltrúi
Ritstjóra Eldjárns

Óskað er eftir framboðum en þeir sem bjóða sig fram þurfa að hafa samband
við okkur í Kuml, kuml@hi.is.

Fyrsta verkefni nýrra stjórnar er að skipuleggja svo próflokadjammið.

Léttar veitingar verða í boði!!!
Við í stjórninni vonumst til að sjá sem flesta… 🙂

Posted in Fréttir | Leave a comment

Vísó í Arion Banka

Næstkomandi föstudag 22. febrúar verður farið í vísindaferð í Arion banka. Mæting er kl 17:00 að höfuðstöðvum bankans í Borgartúni 19.
Léttar veitingar verða í boði en einungis eru 15 sæti laus svo allir skrá sig snemma sem vilja koma með á facebook eða með því að senda póst á kuml@hi.is!!!!
Vísindaferðin er búin kl 19:00 þá kíkjum við í bæinn og fáum okkur eitthvað að borða og dansa!!

Sjáumst hress og kát á föstudaginn!!!

Posted in Fréttir | Leave a comment

Skemmtidagskrá Kuml fyrir vorönn

Hérna fyrir neðan er skemmtidagskrá Kuml fyrir vorönnina 2013. Þetta er það sem komið er en þetta getur alltaf breyst og munum við þá setja inn þær breytingar með fyrirvara. Við viljum alveg endilega að allir mæti á sem mest 🙂
Kv. Stjórnin

8. febrúar – Safnanótt á Bessastöðum
15. febrúar – Pókerkvöld
22. febrúar – Vísó í Arion Banka
8. mars – Partýýý
15. mars – Árshátíð Kuml (dagsetning getur breyst)
5. apríl – Vísó í Nova
18. apríl – Aðalfundur nemendafélagsins

Posted in Fréttir | Leave a comment

Skemmtiferð í Skemmtigarðinn

Sæl öll

Næsta föstudag, 16. nóvember, ætlum við að fara í Skemmtigarðinn í Smáralind þar sem við fáum frítt í tækin og geeeðveik til(raunafornleifafræði)boð á barnum. Einnig verður trúbador að spila á staðnum.
Mæting er kl. 19:00 og það þurfa allir að vera búnir að láta vita með mætingu fyrir morgundaginn kl. 15:00 vegna þess að aðeins 15 manns komast. Skráning er á facebook eða senda póst á kuml@hi.is.

Kv. Stjórnin

Posted in Fréttir | Leave a comment