Fornleifafræði

Hvað er fornleifafræði?
Fornleifafræði fjallar um manninn í gegnum efnismenninguna. Fornleifafræðin sækir aðferðir sínar til raunvísinda til jafns við fél-og hugvísinda og tvinnir saman ólíkar fræðigreingar, til að mynda heimspeki, jarðfræði,  líffræði og mannfræði og hnýtir þeim saman í eina heild. En með því þá sjást oftar en ekki nýjar vinklar á sjónahorn. Þótt greinin sé fámenn er hins vegar ávallt þörf á fornleifafræðingum sem annað hvort sérhæfa sig í til dæmis manna- og dýrabeinum, jarðfræði, gripum, forvörslu, gróðri eða landfræði eða öðlast víðsýna reynslu í að lesa í fjölbreyttar vísbendingar og kunna að hnýta þær saman í rannsóknum sínu. Möguleikarnir eru að því næsta óendanlegir – og mun fleiri en upp hefur verið talið hér.

Í hugum marga snýst fornleifafræði um rannsóknir á fyrrum samfélögum. Aftur á móti hefur verið vaxandi skilningur á undaförnum árum í að rannsaka nýliðna sögu eða samfélag dagsins í dag, til að mynda hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði, þjóðflutningur til Kanada eða eldgosið í Heimaey.

Markmið náms í fornleifafræði er að nemendur fái góða innsýn í kennilega undirstöðu fornleifafræðinnar, fái þjálfun í fornleifafræðilegum aðferðum og góðan þekkingargrunn í almennri- og íslenskri fornleifafræði. Til þess að nálgast þessi markmið bíður námsbrautin upp á úrval að fjölbreyttum námskeiðum með fram því að vera opin fyrir að nemendur taki námskeið við hinar ýmsu deildir innan Háskólans. Rétt eins og annað háskólanám þá þjálfast fólk í félagslegum þroska og að takast á við flókin viðfangsefni svo að námið er  góður undirbúningur fyrir önnur störf. Enda hafa fornleifafræðingar hasla sér víða völl í samfélaginu, til að mynda í fjölmiðlum, stjórnunarstörf og hjá sveitarfélögum.

Hægt er að lesa meira almennt um nám í fornleifafræði á www.hi.is eða á fornleifafraedi.hi.is.

IMG_1108
Gylfi að læra á myndavél í fornleifaskráningu.
Svo er fólk að segja að háskólanám sé ekki hagnýtt! 

Hvers vegna ætti ég að læra fornleifafræði?
Fornleifafræði fylgir oft mikið af ferðalögum og útiveru sem heillar marga. Mikilvægt er að þekkja umhverfi staðarins sem unnið er við svo oft er það talinn mikilvægur þáttur af uppgreftri að fara í göngur um svæðið og kynnast sögu þess og íbúum. Einnig er fornleifaskráning stór hluti fornleifafræðinnar. Henni fylgja langar útiverur þar sem landslag er mælt upp og skimað eftir fornleifum, bæði neðansjávar- og ofansjávar og gripadreifingar, oftar en ekki í tengslum við byggingarframkvæmdir.

Þar með að það þó ekki sagt að fornleifafræðingar dveljist öllum stundum utandyra, enda snýst stór partur af vinnunni líka um úrvinnslu, rannsóknarvinnu og birtingu rannsókna/framkvæmdauppgraftra.

siggi
Siggi. Það er enn óleyst ráðgáta hvað hann er að gera þarna. Hefur þú svarið? Sendu á sss45@hi.is

Að hefja nám í fornleifafræði við Háskóla Íslands
Allir nemendur sem hefja nám sitt við Háskóla Íslands byrja á því að fara í ferð í Skálholt í eina viku til þess að fá nasaþefinn af því hvernig fornleifafræði er á vettvangi. Fyrir þessa ferð er engrar fyrri vitneskju krafist. Fæstir hafa jafnvel séð múrskeið, öndvegisáhald fornleifafræðinga. Fyrir þá sem eru á réttri braut virkar ferð þessi sem hvatning, eitthvað til þess að hlakka til eftir því sem lengra dregur í náminu og færir mann nær námsefninu. Að sama skapi kemur þetta í veg fyrir að manneskjan sem hélt hún væri að fara að sitja í sögutímum með Indiana Jones hatt á hausnum og finna fjársjóð Egils Skallagrímssonar eyði óþarfa tíma úr lífi sínu á villigötum.

Úr þessari ferð kemur svo vanalega vel þéttur hópur sem á svo eftir að vinna saman næstu þrjú árin, ef ekki lengur! Þó að ferðin virki ógnvekjandi í fyrsti er mat flestra – ef ekki allra –  nemenda sem hafa stundað nám við fornleifafræði að þessi ferð sé frábær leið til þess að hefja námið.

Þar fyrir utan er þess krafist af nemendum að þeir ljúki 10 vikum á vettvangi eða í vinnu sem tengist náminu, t.d. á safni eða við rannsóknir. HÍ útvegar 6 þessarra vikna. Sem skiptist þannig:

1 vika í Skálholti;
4 vikur við námsuppgröft við lok fyrsta árs;
1 vika í fornleifaskráningu við upphaf annars árs.

Það er síðan í höndum stúdenta sjálfa að útvega sér hinar 4 eftirstandandi vikur. Yfirleitt kemur það stúdentum á óvart hve auðvelt er að afla sér þessarra fjögurra vinna, en fornleifafræðingasamfélagið er sannanlega til fyrirmyndar þegar kemur að því að hjálpa nemendum við að afla sér vettvangsreynslu. Alltaf er þörf fyrir hjálparhönd einhversstaðar og ef allt fer í vaskinn er alltaf hægt að kíkja í vettvangsskóla, á Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi eða til útlanda.

Vettvangsskólar erlendis:

http://www.bhfieldschool.org/ – Hægt að hafa samband við Gylfa til þess að fá nánari upplýsingar um skólann (gbh12@hi.is)
birdowman
Balkan Heritage Field School. “Birdwoman” sem fannst 2015. Eign BHFS.

Að auki er hægt að flögra gegnum þessa síðu til að finna trausta og haldgóða vettvangsskóla:

http://www.ifrglobal.org/programs

 

Bókakaup
Fornleifafræði krefst ekki milljónaeyðslu í námsbækur þar sem mikill hluti námsins snýst frekar um umræður og sýnikennslu en utanbókalestur. Hins vegar getur verið þæginlegt fyrir nemendur að eiga heima hjá sér ýmsar bækur og tímarit sem tengjast fornleifafræðinni. Dæmi um það eru íslensku tímaritin Árbók hins íslenzka fornleifafélags, Archaeologia Islandica og Ólafía. Nemendum bjóðast alls kyns tilboð við kaup á þessum bókum.

2013 061
Viktoría með flöskuna sem hún gróf upp í heilu lagi á 4. vikna vettvangsnámskeiðinu 2013 á Seltjarnarnesi. Það fékk enginn að koma innan tveggja metra radíuss við flöskuna meðan Viktoría stóð vaktina, nema myndatökumaðurinn.

Áframhaldandi nám
Eftir að BA námi í fornleifafræði hefur verið lokið er til dæmis í boði að taka MA gráðu á Íslandi, sem oft er hægt að byrja samhliða BA náminu. Þó Háskólinn bjóði upp á framhaldsnám er það gott að staldra ekki of lengi og byrja að vallgróa við á eina menntastofnun og fara út í nám erlendis. Með því að flytja til annara landa þá verður maður partur af nýrri menningi, siðum svo og lífshættum. Samhliða því liggur styrkur háskóla á mismunandi sviðum og með því að læra annars staðar þá opnar það huga fólks.

Starfsmöguleikar
Vinnutímar starfsins heillar marga en þeim fylgir mikil fjölbreytni og frelsi. Ef vel er að farið getur fornleifafræðingur í raun valið milli þess að vinna jafnt og þétt innanhúss á skrifstofu frá 8-4 alla daga, taka að sér þungar vinnutarnir í stuttan tíma í senn eða fundið jafnvægið þar á milli. Eðli íslenskrar fornleifafræði er slík að flestir vinna úti að uppgröftum að sumri til og loka sig inni á skrifstofu að vetri til í úrvinnslu eða vinna að sjálfstæðu rannsóknaverkefni. Sumir vinna jafnvel við eitthvað allt annað en fornleifafræði á veturna og njóta hennar bara á vettvangi á sumrin.

Á Íslandi eru þónokkrir vinnustaðir sem geta veitt fornleifafræðingum vinnu, fyrir utan að stunda sjálfstæðar rannsóknir. Það eru Fornleifafræðistofan (www.fornstofan.is), Fornleifastofnun Íslands (www.instarch.is), Minjastofnun (www.minjastofnun.is).  Aðrir staðir sem veitt geta fornleifafræðitengda vinnu eru til dæmis Þjóðminjasafn Íslands,  Antikva (antikva.is) Byggðasafn Skagafjarðar, Náttúrustofa Vestfjarða (nave.is) og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Einnig vinna margir utanlands.

Félagslíf!
Fornleifafræðingar eru miklir partýpinnar enda góðu vanir eftir námið í HÍ og störf nemendafélagsins Kumls. Kuml elskar að halda partý og vísindaferðir fyrir nemendur og allir eru velkomnir með. Farið er í vísindaferðir a.m.k. tvisvar sinnum á mánuði, yfirleitt á föstudögum, og árshátíð haldin á vormisseri.

Fyrir utan Kuml er einnig starfrækt Félag fornleifafræðinga (www.felagfornleifafraedinga.is) sem nemendum býðst kostur á að skrá sig í sem aukafélaga þar til BA gráðu er lokið og geta þeir þá skráð sig sem aðalfélaga. Félagið heldur reglulega fundi sem gaman er að mæta á til þess að kynnast öðrum fornleifafræðingum og átta sig betur á stöðu fornleifafræði í samfélaginu.

Félagslíf
Félagslíf færir fólk nær saman.

Aðrar spurningar?
Ekki hika við að senda spurningar sem þú gætir haft á kuml@hi.is og við reynum að svara sem fyrst. Kjánalegar spurningar eru líka leyfðar!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.