Sumarstarf fyrir nýútskrifaða

Við leitum eftir háskólanema sem hefur lokið BA prófi í fornleifafræði eða er í meistaranámi í sömu grein. Það er mikilvægt að háskólaneminn hafi gott frumkvæði og hæfileika til að vinna sjálfstætt.

Ráðningartímabil eru þrír mánuðir, frá júní til ágúst. Gert er ráð fyrir að neminn vinni með sína eigin fartölvu.

Verkefnið felur meðal annars í sér landsháttafornleifafræðilega greiningu á skipulagi byggðarinnar undir Jökli á Snæfellsnesi og tengist það yfirstandandi rannsóknum á verstöðinni á Gufuskálum.

Þeir sem hafa áhuga á að sækja um þetta sumarstarf, er bent á að hafa samband við Karen Kjartansdóttur í síma 6929797 eða senda tölvupóst á netfangiðkaren@liu.is

Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 15. maí 2014.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published.