Vísó og Árshátíð!

Sælinú.

Tíminn er kominn.
Það er komið að því að fara í Vísindaferð á Fornleifastofnun. Farið verður föstudaginn 28. febrúar kl.  17-20 .
Þar munu stofnlingar kynna fyrir okkur, og sérstaklega nýnemum, starfsemi stofnunarinnar og sögu hennar. Það er trés nice!
Einnig mun kvöldið þjóna sem ágætis upphitun fyrir árshátíðina daginn eftir þar sem tækifæri mun hljótast til þess að ræða búninga, dömur og sveina.
Skráning á viðburðinn fer fram í gegnum fésbók eða póstsendingar á kuml@hi.is. Skráningu lýkur sun 23. febrúar!
https://www.facebook.com/events/220912558100552/?ref_newsfeed_story_type=regular

Þar fyrir utan er það,

ÁRSHÁTÍÐIN 1. mars!!
Hin árlega árshátíð Fornleifafræðinema. Þemað í ár er fantasíuheimur Tolkien, dresscode – búningar – Sýna metnað krakkar! Verðlaun fyrir besta búninginn!!

Fólk er endilega beðið að skrá sig sem fyrst til þess að hægt sé að áætla fjölda í mat – eðal matur verður á staðnum.

Miðaverð verður á bilinu 5500 – 6000 fyrir Kumlara og 1000 kr dýrara fyrir ókmulara (maka og aðra). Best er að melda sig á facebook eða á kuml@hi.is og taka fram ef maki eða ómaki mætir með.
Skráningu líkur þriðjudaginn 18. febrúar.

Einnig þarf að láta vita sem fyrst ef einhver er með einhver ofnæmi eða óþol, grænmetis eða kjötæta, kolvetna eða lág kolvetna, hráfæðis eða vegan, andar súrefni eða koltvísýring eða ljóstillífar. En það væri náttúrulega kjörið ef allir gætu tekið það að sér að ljóstillífa þetta kvöld, þá þurfum við bara að leigja ljósabekki.

Húsið opnar klukkan 19:00
Borðhald hefst klukkan 20:01

Áætlað er að fjörinu ljúki 01:00 en þá er sterkur leikur að mála bæinn mórauðan….

https://www.facebook.com/events/573408736078106/

BKV,

KUML!!

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published.