LÖG FRÓÐA

Lög Fróða, félags sagnfræðinema

Kafli I: Almenn ákvæði

 1. Félagið heitir: Fróði, félag sagnfræðinema við Háskóla Íslands.
 2. Félagið hefur lögheimili og varnarþing í Reykjavík.
 3. Félagar geta allir orðið sem stunda nám í sagnfræði á öllum námsstigum við Háskóla Íslands, sem og nemendur í sögukennslu, og hafa greitt félagsgjöld. Stjórn Fróða er heimilt að samþykkja aðild annarra einstaklinga að félaginu
 4. Hlutverk félagsins er m.a. að:
  1. Halda uppi akademískri starfsemi af hálfu sagnfræðinema.
  2. Vinna að hagsmunamálum sagnfræðinema
  3. Gangast fyrir kjöri á fulltrúum nemenda í nefndir á vegum Háskólans.
  4. Standa fyrir útgáfu Sagna og Ýkja
  5. Standa fyrir félagsstarfsemi og samheldni félagsmanna.
  6. Efla tengsl við félög nemenda í skyldum greinum.

 

 

Kafli II: Aðalfundur Fróða og fundarstarfsemi

 1. Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins.
 2. Aðalfundur skal haldinn í síðasta lagi tveimur vikum fyrir lok kennslu á vormisseri.Auka-aðalfundur skal haldinn innan þriggja vikna frá byrjun kennslu á haustmisseri. Boðað skal allra funda með minnst viku fyrirvara, nema vantrauststillaga liggi fyrir.
 3. Dagskrá aðalfundar skal vera hér sem segir:
  1. Skýrsla stjórnar lögð fram ásamt reikningum. Umræður um skýrslu og reikninga.
   Umræður um lög félagsins og lagabreytingar.
  2. Kosningar og úrslit þeirra.
  3. Önnur mál.

 

 1. Dagskrá auka-aðalfundar skal vera með sama sniði að frátaldri skýrslu stjórnar og reikningum.
 2. Á aðalfundi skulu allir embættismenn Fróða, að nýnemafulltrúa undanskildum, kjörnir. Á auka-aðalfundi skal kosið í embætti nýnemafulltrúa og í þau embætti sem ekki bárust framboð í á auka-aðalfundi. Einnig skulu fulltrúar sagnfræðinema í nefndum og ráðum á vegum Háskólans, s.s. deildarfulltrúar og námsbrautarfulltrúar kosnir og hafa þá allir sagnfræðinemendur kjörgengi og kosningarétt.

 

 1. Framboðsfrestur er opin fram að kosningu. Kosningarrétt og kjörgengi á aðalfundi hafa félagsmenn. Á aukaaðalfundi skal gerð undanþága vegna nýnema. Allar kosningar skulu vera leynilegar og skriflegar sé þess krafist. Þá skulu atkvæði talin strax og fyrir opnum tjöldum.

 

 1. Félagsfundir, skulu haldnir eins oft og þurfa þykir. Þá skal stjórn kveða saman almennan félagsfund ef 15 félagsmenn eða 2 stjórnarmenn æskja þess.

 

 1. Félagsmenn geta farið fram á vantraust á stjórn félagsins, einstak stjórnarmeðlima og aðra embættismenn. Þegar tillögu þess efnis með 15 undirskriftum félagsmanna hefur verið skilað skal boðað til félagsfundar innan þriggja kennsludaga til að afgreiða tillöguna.

 

 1. Sé vantraust á stjórn, einstakan stjórnarmeðlim eða aðra embættismenn samþykkt, eða viðkomandi aðilar segi af sér af öðrum ástæðum skal boðað til auka-aðalfundar viku seinna. Skal fráfarandi stjórn sitja þar til ný stjórn hefur verið kjörin.

 

 

Kafli III: Stjórn Fróða og aðrir embættismenn

 

 1. Eftirfarandi skipa stjórn fróða:
  1. Formaður, sem hefur yfirumsjón með allri starfsemi félgsins og kemur fram fyrir hönd félagsins út á við.
  2. Alþjóðafulltrúi, sem ber ábyrgð á samskiptum við Alþjóðasamtök sagnfræðinema og heldur utan um öll erlend tengsl félagsins. Í fjarveru formanns fer alþjóðafulltrúi með formannsvöld.
  3. Ritari, sem ritar fundargerðir á stjórnarfundum og heldur utan um öll skjöl félagsins.
  4. Gjaldkeri, sér um reikning félagsins og hefur umsjón með fjáröflunarstarfsemi félagsins.
  5. Skemmtanastjóri, hefur umsjón með félagsviðburðum sagnfræðinema.
  6. Nýnemafulltrúi, sér til þess að nýnemar myndi innbyrðis kjarna hvort sem það er í námi eða í félagslífinu.
  7. Varamaður, virkur þátttakandi innan sem utan stjórnar Fróða.
 2. Stjórn félagsins skulu í upphafi starfsárs ákveða félagsgjöld og skal leitast við að halda þeim í lágmarki.
 3. Stjórn félagsins skal funda að minnsta kosti einu sinni í mánuði þegar kennsla stendur yfir. Námsbrautar- og deildarfulltrúar skulu hafa áheyrnaraðild á stjórnarfundum.
 4. Stjórnin skal skipta með sér verkefnum sem falla utan þeirrar verkaskiptingar sem lög kveða á um.
 5. Stjórn félagsins skal árlega fara yfir lög félagsins fyrir aðalfund og uppfæra ef með þarf.
 6. Stjórn félagsins skal skipa fulltrúa í stjórn Sagnfræðistofnunar að höfðu samráði við framhaldsnemendur.
 7. Skoðunarmenn reikninga skipa tveir félagsmenn. Hlutverk þeirra er að fara yfir alla reikninga félagsins, þ.á.m. Sagna, frá starfsárinu á undan. Skoðunarmenn mega hvorki hafa setið í stjórn Fróða né ritstjórn Sagna á starfsárinu á undan.
 8. Öldungaráð skipa þrír félagsmenn, sem lokið hafa a.m.k. 90 einingum í námi í sagnfræði (og aukafagi). Hlutverk öldungaráðs er að hafa umsjón með akademískri starfsemi félagsins. Skal öldungaráð skipuleggja a.m.k eitt málþing á hverju ári.
 9. Stjórn getur stofnað til fleiri nefnda (vefstjóra, ljósmyndara o.s.frv.) og tilnefnt félagsmenn í þær ef ekki er kosið á aðalfundi.

 

Kafli IV: Aðild að ISHA

 1. Félagið er aðili að Alþjóðasamtökum sagnfræðinema (ISHA). Á viðburðum á vegum samtakanna skal félagið ganga undir nafninu ISHA Reykjavík.
 2. Ársgjöld ISHA skulu greidd fyrir fyrir lok september-mánaðar.
 3. Alþjóðafulltrúi fer með atkvæði Fróða á fundum samtakanna. Sé Alþjóðafulltrúi ekki viðstaddur skal stjórnarmeðlimur fara með atkvæði Fróða. Sé engin úr stjórn félagsins viðstaddur fer sá sem er viðstaddur fundinn með atkvæði félagsins, að höfðu samráði við alþjóðafulltrúa.

 

Kafli V: Útgáfa

 1. Félagið stendur fyrir útgáfu Sagna – tímarits um söguleg málefni. Tímaritið skal vera byggt á ritrýndum greinum nemenda auk ítarefnis.
 2. Ritstjórn skal skipuð þremur til fimm einstaklingum sem skipta með sér verkum.
 3. Ritstjórn skal kjörin á aðalfundi eftir tilnefningar fráfarandi ritstjórnar. Nái tilnefndir einstaklingar ekki kjöri skal boðað til félagsfunda til að kjósa nýja ristjórn eftir tilnefningar fráfarandi ritstjórnar.
 4. Tímaritið skal hafa sjálfstæðan fjárhag og skal einn ritstjórnarmeðlima vera fjárhaldsmaður. Fjárhaldsmaður skal kynna reikninga í lok starfsárs. Komi Sagnir út í hagnaði er ristjórnarmeðlimum heimilt að greiða sér laun fyrir vinnuna.
 5. Félagið gefur út fréttabréf um félags- og hagsmunamál sagnfræðinema, Ýkjur. A.m.k. eitt tölublað skal gefið út á hverju misseri. Ritstjóri skal skipaður eftir kosningu á aðalfundi og má ritstjóri ráða ritnefnd sér til aðstoðar. Ritstjóri skal einnig hafa yfirumsjón með vef Fróða
 6. Fréttir um málþing, árshátíð og fleiri viðburði félagsins skulu birtast í Ýkjum. Þá skulu skýrslur embættismanna Fróða einnig birtast í Ýkjum undir lok hvers starfsárs.
 7. Félagið heldur úti heimasíðu á vefsvæði Háskóla Íslands. Síðan á að innihalda fréttir og upplýsingar er varða sagnfræðinema.
 8. Stjórn félagsins sér um að varðveita og afhenda eintök af öllu útgefnu efni til Landsbókasafns Íslands- Háskólabókasafns, skv. lögum um skylduskil til safna.

 

Kafli VI: Lög

 1. Lögum þessum verður ekki breytt nema á aðalfundi eða aukaaðalfundi og þá með samþykki 2/3 hluta fundarmanna.
 2. Lög þessi öðlast þegar gildi og eru önnur lög félagsins þar með úr gildi.

 

Samþykkt á aðalfundi Fróða haustönn 2015.