Ný stjórn og ný önn framundan!

Sæl verið þið kæru sagnfræðinemar!  Í lok vorannar var kosin ný stjórn!  Formaður er annað árið í röð hún Inga Þóra og varaformaðurinn annað árið í röð er Rannveig Þrastardóttir.  Svo í ritara var kjörinn Teitur Símon Óskarsson, gjaldkera Arna Vilhjálmsdóttir og búin var til ný staða, staða skemmtunarstjóra, sem féll í hendur Ísaks Kára Kárasonar!

Seinasta ár var ótrúlega skemmtilegt og núna er stjórnin að hefjast handa við að plana haustið fyrir okkur!  Hlökkum til að sjá ykkur öll hress og kát í september! 🙂

 

Knús í hús!

Fróði