Ný og spennandi önn!

Gleðilegt ár kæru Fróða meðlimir!

Í seinustu viku byrjuðu við önnina með látum og skruppum í æðislega vísindaferð til Arion banka.  Í þessarri viku er einnig mikil dagskrá!

Það er aðalfundur á fimmtudaginn [23.jan] þar sem kosinn verður nýr gjaldkeri! Umsóknir skulu berast á emailið ithh4@hi.is fyrir fimmtudaginn.  Einnig verður valið í árshátíðarnefnd.

Svo á föstudaginn er ferðinni heitið í vísindaferð til Neyðarlínunnar! Alls ekki slæmt.  Einnig er kominn listi yfir viðburði á önninni, en við munum bæta inn á þann lista hægt og bítandi yfir önnina.

Hlökkum til að sjá ykkur  í vikunni!

Kær kveðja,

Fróði!