Ný Stjórn Fróða o.fl.

Sæl allir Fróðameðlimir!

Þann 27.september s.l. var kjörin ný stjórn Fróða.  Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir var kjörinn formaður, Rannveig Þrastardóttir var kjörinn varaformaður, Arndís Þóra Sigfúsdóttir var kjörinn ritari, Ægir Þór Jähnke og Þórhildur Rán Torfadóttir voru kosin varamenn og Ísak Kári Kárason var kjörinn nýnemafulltrúi.  Marinella Arnórsdóttir heldur starfi sínu sem gjaldkeri.

Farið var í fyrstu vísindaferð vetursins í gær, 03.okt, til Rimmugýgs en þar fengu Fróðameðlimir að fylgjast með æfingu hjá þeim og einnig berjast.  Fyrir næstu viku er planið að kíkja í vísindaferð í Hannesarholt en auglýst verður um það eftir helgi.

Eigið góða helgi! 🙂