Fundargerðir

Aðalfundur 27. september 2009 í Öskju – Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.

Fundur þessi er annar aðalfundur félagsins. Eftirtaldir níu félagsmenn mættu:
Arnþór Gunnarsson, Edda Ruth Hlín Waage, Emmanuel Pierre Pagneux, Eva María Þórarinsdóttir, Friðþór Sófus Sigurmundsson, Íris Hrund Halldórsdóttir, Lilja Laufey Davíðsdóttir, Ólafur Baldursson, Virgile Collin-Lange.
Til fundarins var boðað með eftirfarandi dagskrá:
1) Skýrsla stjórnar.
2) Kosning stjórnar: formaður, ritari, varaformaður og varamaður.
3) Kosning fulltrúar til að sitja fundi land- og ferðamálafræðistofu, námsbrautarfundi, deildarfundi og deildarráðsfundi.
4) Heimasíða félagsins.
5) Félagsmál.
6) Önnur mál.

Edda Ruth Hlín Waage formaður félagsins setti fundinn. Edda stakk upp á Arnþóri Gunnarssyni sem fundarstjóra og var það samþykkt.

1. Skýrsla stjórnar.
Arnþór las upp fundargerð síðasta aðalfundar og Edda gerði grein fyrir stofnun félagsins og starfsemi. Í máli Eddu kom fram að stjórnin stóð fyrir árshátíð snemma árs en þá hittust félagar á heimili eins þeirra og fóru síðan út að borða.
Einn félagsmanna, Íris Hrund Halldórsdóttir, sá um að gera heimasíðu fyrir félagið, slóðin er
http://nemendafelog.hi.is/Flóki/
Að öðru leyti hefur starfsemin fyrst og fremst falist í setu fulltrúa þess á fundum og í ráðum.

2. Kosning stjórnar.
Edda og Arnþór báðust undan endurkjöri. Nýja stjórn félagsins skipa:
Friðþór Sófus Sigurmundsson, formaður.
Eva María Þórarinsdóttir, ritari.
Emmanuel Pierre Pagneux, varaformaður.
Varamaður í stjórn: Edda Ruth Hlín Waage.

3. Kosning fulltrúa.
Fulltrúi á stofufundi (land- og ferðamálafræðistofu): Edda R.H. Waage.
Fulltrúi í námsbrautarnefnd: Arnþór Gunnarsson.
Fulltrúi á deildarfundi og deildarráðsfundi: Ný stjórn mun kjósa fulltrúann.

4. Heimasíðan.
Írís Hrund gerði grein fyrir heimasíðu félagsins og kallaði eftir efni frá nemendum til að setja á síðuna.

4. Félagsmál.
Líflegar umræður urðu um hvað hægt væri að gera til að glæða félagslífið. Ýmsar hugmyndir komu fram, m.a. að efna til gönguferðar og sjósunds! Eva María og Virgile voru kosin í skemmtinefnd.

6. Önnur mál.
Edda spurði um skrifstofuaðstöðu fundarmanna og spruttu af því nokkrar umræður. Ljóst er að nýir framhaldsnemar þurfa í mörgum tilvikum að sjá um að útvega sér vinnuaðstöðu sjálfir en allnokkrir hinna lengra komnu hafa fengið skrifstofuaðstöðu í Öskju. Einnig var rætt um fundaröðina sem fór af stað á síðustu vorönn en ekkert hefur spurst til nú á haustönn. Talið brýnt að halda fundaröðinni gangandi.
Að lokum þakkaði Edda fyrir sig og fráfarandi stjórn og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar.

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundi slitið.
Arnþór Gunnarsson, ritar

Aðalfundur og stofnfundur 29. janúar 2009 í Öskju – Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.

Fundur þessi er stofnfundur og jafnframt fyrsti aðalfundur félagsins. Fundurinn er haldinn í kjölfar undirbúningsfunda sem haldnir voru í Öskju á haustönn 2008. Eftirtaldir félagsmenn sátu fundinn:
Anna Mjöll Guðmundsdóttir, Arnþór Gunnarsson, Edda Ruth Hlín Waage, Emmanuel Pierre Pagneux, Friðþór Sófus Sigurmundsson, Harpa María Wenger Eiríksdóttir, Virgile Collin-Lange.
Til fundarins var boðað með eftirfarandi dagskrá:
1) Nafngift á félagið: Ræða niðurstöður úr kosningu og taka ákvörðun í
framhaldinu.
2) Tillaga að nánari útfærslu laga félagsins (Anna Mjöll Guðmundsdóttir og
Friðþór Sófus Sigurmundsson).
3) Kosning til stjórnar félagsins.
4) Önnur mál.

1. Nafn félagsins.
Eftir miklar umræður og bollaleggingar var samþykkt að félagið beri nafnið Flóki – félag framhaldsnema í landfræði og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

2. Kosning stjórnar og fulltrúa.
Þriggja manna stjórn félagsins skipa:
Edda Ruth Hlín Waage, formaður.
Arnþór Gunnarsson, ritari.
Friðþór Sófus Sigurmundsson, varaformaður.
Varamaður í stjórn: Emmanuel Pierre Pagneux.

Fulltrúi á stofufundi (land- og ferðamálafræðistofu): Anna Mjöll Guðmundsdóttir.
Fulltrúi í námsbrautarnefnd: Arnþór Gunnarsson.
Fulltrúi á deildarfundi og deildarráðsfundi: Edda R.H. Waage.
Fulltrúi erlendra nemenda: Virgile Collin-Lange.

3. Lög félagsins.
Á áðurnefndum undirbúningsfundum hafði verið rætt um lög fyrir félagið. Þar var samþykkt að fela Önnu Mjöll Guðmundsdóttur, meistaranema í ferðamálafræði, og Friðþóri Sófusi Sigurmundssyni, meistaranema í landfræði, að gera uppkast að lögum fyrir félagið. Uppkastið liggur nú fyrir og var tekið til umræðu. Eftir að minni háttar breytingar höfðu verið gerðar við orðalag var uppkastið borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

4. Önnur mál.
Fundarmenn eru sammála um mikilvægi þess að halda áfram með fundaröð innan land- og ferðamálafræðistofu og telja heppilegast að fundirnir verði ýmist opnir, þar sem nemendum gefist tækifæri til að kynna verkefni sín fyrir utanaðkomandi aðilum, eða lokaðir, þar sem nemendur fái tækifæri til að ræða verkefni sín bæði við samnemendur og kennara.

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundi slitið.
Arnþór Gunnarsson, ritari

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *