Flókalög

FLÓKALÖG

Lög Flóka – félags framhaldsnema í Líf- og Umhverfisvísindadeild

 

1. gr. Félagið heitir “Flóki – félag framhaldsnema í Líf- og umhverfisvísindadeild við Háskóla Íslands”.

2. gr. Heimili þess og varnarþing er Askja, Háskóla Íslands Sturlugötu 7, 101 Reykjavík.

3. gr. Tilgangur félagsins er:

a) að vinna að hagsmunamálum framhaldsnema í Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

b) að stuðla að bættri menntun og aðstöðu félagsmanna.

c) að miðla upplýsingum til félagsmanna

d) að auka tengsl og samvinnu félagsmanna

e) að stuðla að útbreiðslu þekkingar og rannsókna á sviði líf- og umhverfisvísinda

f) að styðja við félagslíf framhaldsnema í Líf og umhverfisvísindadeild.

g) að leita eftir samvinnu við önnur félög framhaldsnema við Háskóla Íslands

4. gr. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því:

a) að tilnefna fulltrúa úr röðum félagsmanna í ráð og nefndir á vegum deildar og stofu.

b) að skapa vettvang fyrir félagsmenn til að kynna og ræða verkefni sín og rannsóknir.

c) að efna til funda um fagleg og félagsleg málefni.

d) að halda skemmtanir fyirr félagsmenn.

5. gr. Stofnfélagar félagsins, 17. nóvember 2008, voru:

 

Anna Mjöll Guðmundsdóttir, kt. 101175-3919

Arnþór Gunnarsson, kt. 030265-3789

Edda R.H. Waage, kt. 190969-3989

Emmanuel Pierre Pagneux, kt. 070972-2639

Friðþór Sófus Sigurmundsson, kt. 220376-3709

Íris Hrund Halldórsdóttir, kt. 190475-3369

Virgile Collin-Lange, kt. 170583-2649

 

6. gr. Framhaldsnemendur í Líf- og umhverfisvísindum eru sjálfkrafa meðlimir félagsins.

7. gr. Allir félagsmenn hafa rétt til setu á fundum og hafa þar atkvæðis- og tillögurétt. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum (sjá þó 13. gr.).

8. gr. Stjórn félagsins skipa fimm félagsmenn: formaður, ritari, gjaldkeri, meðstjórnandi og varamaður. Stjórnarmenn eru kosnir til eins árs í senn á aðalfundi. Þó geta stjórnarmenn verið kosnir á almennum félagsfundi ef nauðsyn krefst, og ef meirihluti félagsmanna fer fram á það (sjá

9. gr). Varamaður leysir aðra stjórnarmeðlimi af ef þeir forfallast. Æskilegt er að í stjórn sitji fulltrúi hverrar stofu innan Líf- og Umhverfisvísindadeildar. Jafnframt að minnst einn í stjórn sé í doktorsnámi og minnst einn í stjórn sé í meistaranámi. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Hlutverk stjórnar er að koma fram fyrir hönd félagsins, boða til fundar þegar ástæða þykir til og hafa frumkvæði að því að 3. gr. sé framfylgt. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir. Firmaritun félagsins er í höndum allrar stjórnar sameiginlega.

9. gr. Stjórn boðar til félagsfunda þegar þurfa þykir. Einnig getur meirihluti félagsmanna boðað til fundar.

10. gr. Starfstímabil félagsins er skólaárið, frá september til ágúst næsta árs. Aðalfundur skal haldinn eigi síðar en í september ár hvert og skal boðað til hans með dagskrá með viku fyrirvara. Aðalfundur kýs stjórn fyrir næsta starfsár. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

11. gr. Ekkert árgjald er innheimt af félagsmönnum. Fjármögnun hyggst félagið sækja í Stúdentasjóð sem Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur umsjón með.

12. gr. Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.

13. gr. Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi með samþykki 2/3 hluta fundarmanna, og eru eignir þess fengnar hlutaðeigandi deild innan Háskóla Íslands til varðveislu, þar til framhaldsnemar við hlutaðeigandi deild stofna annað félag, sem ótvírætt telst arftaki Flóka, og fær það þá eignirnar.

Lög þessi voru samþykkt á framhaldsfundi aðalfundar 27. september 2012 og öðlast þegar gildi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *