Lög

Lög Fedon – félags doktorsefna og nýrannsakenda við Háskóla Íslands

(English below)

Lög Fedon – félags doktors- og nýrannsakenda við Háskóla Íslands

Skilgreiningar hugtaka:

– Doktorsrannsakendur teljast allir þeir sem skráðir eru í doktorsnám. Einnig er vísað til þessa hóps sem doktorsnemar.

– Nýrannsakendur eru allir þeir sem hafa á síðastliðnum sjö árum lokið doktorsgráðu og eru ráðnir í tímabundna stöðu við háskóla eða tengdar stofnanir (til dæmis nýdoktorsstöðu, rannsóknarstöðu) eða eru með öðru móti tengdir háskólanum (til dæmis stundakennarar).

1. grein. Nafn félagsins er Fedon – félag doktors- og nýrannsakenda við Háskóla Íslands eða Fedon – The University of Iceland’s Association of Doctoral Candidates and Early-Career Researchers á ensku. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein. Meðlimir félagsins eru allir doktorsrannsakendur og nýrannsakendur við Háskóla Íslands nema þeir óski eftir að vera undanskildir. Heimilt er að veita doktorsrannsakendum við aðra háskóla á Íslandi aukaaðild að félaginu.

3. grein. Markmið félagsins er að vinna að hagsmunamálum doktorsnema og nýrannsakenda, innan Háskóla Íslands sem og á landsvettvangi.

4. grein. Félaginu er heimilt að taka þátt í störfum annarra samtaka samkvæmt samþykkt hverju sinni. Ákvörðun um skipulagsbundna aðild að öðrum samtökum lýtur sömu reglum og lagabreytingar.

4. grein. Aðalfundur félagsins skal haldinn ekki síðar en í maí ár hvert. Starfsár félagsins fylgir skólaárinu. Fjárhagsár félagsins fylgir almanaksárinu. Boði stjórn félagsins ekki aðalfundar geta félagsmenn kallað til aðalfundar með undirskrift 30 meðlima. Til aðalfundar skal stjórnin boða með sannanlegum hætti með minnst 7 daga fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá.

– Vilji félagi fá mál tekið fyrir til atkvæðagreiðslu á aðalfundi skal hann greina stjórn frá því skriflega með þeim fyrirvara að unnt sé að geta þeirra í fundarboði.

– Breytingar á lögum félagsins er aðeins hægt að samþykkja á aðalfundi með 2/3 hluta atkvæða. Allar breytingartillögur skulu kynntar með minnst 5 daga fyrirvara.

– Fundarstjóri er að jafnaði formaður félagsins. Í upphafi fundar skal ritari fundar valinn.

– Á dagskrá aðalfundar skal vera:

1. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.

2. Ársreikningur liðins reikningsárs lagður til samþykktar.

3. Kosningar: (a) stjórn, (b) tveir skoðunarmenn reikninga.

4. Mál sem tiltekin eru í fundarboði.

5. Önnur mál.

Kosningarétt, kjörgengi og tillögurétt hafa allir þeir sem falla undir skilgreiningar á doktorsrannsakendum og nýrannsakendum við Háskóla Íslands sem gefnar eru hér að ofan. Ákvarðanir eru teknar með meirihluta atkvæða

5. grein. Mælst er til þess að í stjórn félagsins sitji 10 aðilar og að hún sé samsett af 2 fulltrúum frá hverju sviði skólans (Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið, Verkfræði- og náttúruvísindasvið); einum aðalmanni og einum varamanni. Þá skal leitast eftir því að hafa hlutfall doktorrannsakenda og nýrannsakanda sem jafnast sem og kynjahlutfall. Sé ekki unnt að uppfylla þessi tilmæli vegna skorts á frambjóðendum má fylla stjórnina með öðrum hætti. Aðeins fullir meðlimir félagsins geta setið í stjórn. Stjórnin er kosin á aðalfundi ár hvert. Formaður er kosinn af aðalfundi en stjórnin útdeilir sjálf öðrum hlutverkum milli stjórnarmeðlima.

6. grein. Hlutverk stjórnar er að móta stefnu félagsins og vinna að þeim markmiðum sem greint er frá í lögum þess. Þá skal stjórnin einnig skipa fulltrúa doktorsrannsakendur til setu í nefndum, ráðum og stjórnum sem doktorsnemar hafa seturétt í, svo sem stjórn Miðstöðvar framhaldsnáms og Vísindanefnd. Skipað er til árs í senn en skipun má framlengja tvisvar sinnum. Mælst er til þess að skipað sé úr röðum stjórnarmeðlima ellegar séu tryggð náin samskipti stjórnar og fulltrúa. Stjórnin getur kallað fulltrúa á fund til sín og jafnframt skulu þeir skila skýrslu til stjórnar eftir hvern nefndar-, ráðs- eða stjórnarfund.

7. grein. Stjórnin getur kallað til almenns félagafundar hvenær sem er og skal það gert með að lágmarki 3 daga fyrirvara.

8. grein. Stjórnin ber ábyrgð á fjármálum félagsins. Ákvörðun um slit félags verður aðeins tekin á aðalfundi með 2/3 hluta atkvæða og renna eignir þess þá til Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

9. grein. Lögum þessum má breyta á aðalfundi. Lög þessi taka gildi þegar aðalfundur hefur samþykkt þau.

Reykjavík, September 2019.


Constitution of the University of Iceland’s Association of Doctoral Students and Post-docs (Fedon)

For the purpose of this document we define the following:

  • “Doctoral students” refers to all students enrolled in a doctoral program at the University of Iceland.
  • “Post-docs” refers to all individuals employed as a post-doc by the University of Iceland or its affiliated research institutions.

Article 1. The name of the Association is “Fedon”: Félag doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands (The University of Iceland’s Association of Doctoral Students and Post-docs). Its domicile and legal venue are in Reykjavík.

Article 2. The object of the Association is to safeguard the interests of doctoral students and post-docs at the University of Iceland.

Article 3. Members are all students enrolled in a doctoral program at the University of Iceland and all post-docs employed by the University of Iceland or its affiliated research institutions, unless they request to be exempted.

Article 4. The Annual General Meeting (AGM) shall be held in January each year and called with an agenda with one week’s notice. At the AGM, the accounts of the Association for the preceding year shall be submitted for approval. The financial year is from 1 January to 31 December. The AGM elects a Board of Directors for the following operating year, two examiners of accounts for the same period and the Association’s representative vis-à-vis councils and committees. The Association’s Constitution may only be amended at an AGM. All amendments must be submitted to the Board of Directors and made public to all members no later than 3 days prior to the AGM.

Article 5. All members of the Association are entitled to attend general meetings as well as vote and submit motions at these meetings. Decisions are taken by a simple majority of votes.

Article 6. The Association’s Board of Directors shall be composed of ten members, two from each academic school (five regular members and five alternates) of the University of Iceland (Education, Engineering and natural sciences, Health sciences, Humanities and Social sciences) nominated by the associations of doctoral students and post-docs operating within each school. Each school has one vote at meetings of the Board of Directors. The Board is elected at the AGM for a term of one year. The Board allocates tasks among its members. The role of the Board is to represent the Association, appoint representatives vis-à-vis councils and committees pending the approval of an AGM, call meetings when deemed necessary and to take initiative in fulfillment of Article 2.

Article 7. The Board of Directors must call at least four board meetings per year.

Article 8. The AGM determines membership fees.

Article 9. The Board of Directors is responsible for the Association’s finances and obligations. In the event that the Association is wound up, its assets shall be transferred to the University of Iceland. Members of the Association shall have no entitlement to its assets. A decision to wind up the Association shall be taken by a simple majority vote at an AGM or a specially called meeting.

Article 10. This Constitution may be amended at an AGM. This Constitution shall be effective from 28 January 2010, as amended at the Annual General Meeting of 29 January 2014.